Við að taka lausn frá sokknum bolta má leikmaðurinn láta bolta falla allt að einni kylfulengd frá staðnum rétt aftan við staðinn þar sem boltinn lá?
A
Rétt.
B
Rangt.
3/10
Við að taka lausn frá rauðu vítasvæði, hvaða möguleiki gefur þér kost á að láta bolta falla innan tveggja kylfulengda lausnarsvæðis, þegar síðasta högg þitt var slegið af brautinni?
A
Fjarlægðarlausn.
B
Aftur-á-línu lausn.
C
Hliðarlausn.
4/10
Hvenær máttu ekki leika varabolta?
A
Þegar bolti þinn kann að vera týndur innan almenna svæðisins.
B
Þegar bolti þinn kann að vera út af.
C
Þegar vitað er að bolti þinn er innan vítasvæðis.
5/10
Hvað af eftirtöldu er rétt?
A
Taka má vítalausa lausn vegna tímabundins vatns í glompu.
B
Leikmaður má láta bolta falla utan glompu, vítalaust, þegar hann tekur lausn vegna tímabundins vatns í glompunni.
C
Leikmaður má láta bolta falla utan glompu, gegn einu vítahöggi, þegar hann tekur lausn vegna tímabundins vatns í glompunni.
6/10
Í holukeppni komast þú og mótherji þinn að samkomulagi um að útkljá álitamál um reglurnar í tengslum við þinn bolta, þótt hvorugur ykkar sé viss um rétta niðurstöðu samkvæmt reglunum. Eftir að þú vinnur leikinn uppgötvar þú að niðurstaðan var röng, hvernig dæmist?
A
Úrslit leiksins standa óbreytt.
B
Þú verður að leiðrétta niðurstöðuna og stöðu leiksins. Ef þörf krefur verðið þið að fara aftur út á völl og halda leiknum áfram.
C
Þú tapar leiknum.
7/10
Við að taka lausn vegna ósláanlegs bolta í glompu, hver eftirfarandi möguleika kostar samtals tvö vítahögg?
A
Hliðarlausn innan glompunnar.
B
Aftur-á-línu lausn utan glompunnar.
C
Fjarlægðarlausn utan glompunnar.
8/10
Við að taka fjarlægðarlausn, hvað af eftirfarandi er ekki rétt?
A
Þegar þú leikur aftur af teignum verður að leika boltanum af stað innan teigsins.
B
Þegar þú leikur aftur af almenna svæðinu verður að láta boltann falla eins nálægt staðnum þar sem síðasta högg var slegið og hægt er.
C
Þegar þú leikur aftur af flötinni verður að leggja boltann á staðinn þar sem síðasta högg var slegið.
9/10
Við að taka lausn frá grund í aðgerð á almenna svæðinu, hvað af eftirfarandi er ekki rétt?
A
Þú verður að láta bolta falla innan tveggja kylfulengd frá nálægasta stað fyrir fulla lausn.
B
Þú verður að láta bolta falla á almenna svæðinu.
C
Þú mátt láta upphaflega boltann eða annan bolta falla.
10/10
Hvað af eftirtöldu er rétt?
A
Hreyfa má hreyfanlega hindrun, á eða utan vallarins.
B
Einungis má hreyfa hreyfanlega sem er innan vallarins.
C
Einungis má hreyfa hreyfanlega hindrun á flötinni.