Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð er leikin, hvenær umferð hefst og henni lýkur og hvað gerist þegar stöðva þarf leik eða hefja hann að nýju. Leikmönnum er ætlað að:
Hefja hverja umferð á réttum tíma og
Leika samfellt og rösklega á hverri holu þar til umferðinni er lokið.
Þegar komið er að leikmanni að slá er mælst til að ekki líði meira en 40 sekúndur þar til höggið er slegið og oftast styttri tími.