Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð er leikin, hvenær umferð hefst og henni lýkur og hvað gerist þegar stöðva þarf leik eða hefja hann að nýju. Leikmönnum er ætlað að:
Hefja hverja umferð á réttum tíma og
Leika samfellt og rösklega á hverri holu þar til umferðinni er lokið.
Þegar komið er að leikmanni að slá er mælst til að ekki líði meira en 40 sekúndur þar til höggið er slegið og oftast styttri tími.
5
Að leika umferðina
5.1
Merking orðsins „umferð“
„Umferð“ er 18 holur eða færri, leiknar í þeirri röð sem nefndin ákveður.Þegar umferð lýkur með jafntefli og leikur mun halda áfram til að knýja fram úrslit:
Jafn leikur í holukeppni framlengist eina holu í einu. Þetta er framlenging sömu umferðar, ekki ný umferð.
Umspil í höggleik. Þetta er ný umferð.
Leikmaður telst vera að leika umferð sína frá því að hún hefst og þar til henni lýkur (sjá reglu 5.3), nema á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a.Þegar regla vísar til athafna „á meðan umferð er leikin“ á það ekki við um á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a, nema reglan segi annað.
5.2
Æfing á vellinum fyrir eða á milli umferða
Með tilliti til þessarar reglu gildir að:
„Æfing á vellinum“ merkir að leika bolta eða prófa yfirborð flatar á einhverri holu með því að rúlla bolta eða nudda yfirborðið, og
Takmarkanir við æfingu á vellinum fyrir eða á milli umferða eiga aðeins við um leikmanninn, ekki kylfubera hans.
5.2a
Holukeppni
Leikmaður má æfa á vellinum fyrir umferð eða á milli umferða í holukeppni.
5.2b
Höggleikur
Á keppnisdegi í höggleik :
Má leikmaður ekki æfa á vellinum fyrir umferð, nema að leikmaðurinn má:
Æfa pútt og vipp á eða nærri fyrsta teig sínum.
Æfa á hvaða æfingasvæði sem er.
Æfa á eða nærri flöt holunnar sem hann var að ljúka leik á, jafnvel þótt hann muni leika þá holu aftur sama dag (sjá reglu 5.5b).
Má leikmaður æfa á vellinum eftir að hafa lokið síðustu umferð sinni þann dag.
Slái leikmaður eitt högg andstætt þessari reglu fær hann almenna vítið, sem skráð er á fyrstu holu. Slái leikmaðurinn fleiri högg andstætt þessari reglu fær hann frávísun.Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu I-1 (í hvoru leikforminu sem er má nefndin setja staðarreglu sem bannar, takmarkar eða leyfir æfingu á vellinum fyrir eða á milli umferða).
5.3
Upphaf og lok umferðar
5.3a
Hvenær umferð hefst
Umferð leikmanns hefst þegar leikmaðurinn slær högg til að hefja leik á fyrstu holu sinni (sjá reglu 6.1a).Leikmaðurinn verður að hefja leik á rástíma sínum (og ekki fyrr):
Þetta þýðir að leikmaðurinn verður að vera tilbúinn til leiks á rástímanum og á rásstaðnum sem nefndin ákvað.
Rástími sem nefndin ákveður telst nákvæmur tími (kl. 9 að morgni þýðir t.d. kl. 9:00:00, ekki hvaða tími sem er fyrir kl. 9:01).
Ef rástíma er seinkað af einhverri ástæðu (svo sem vegna veðurs, hægs leiks hjá öðrum ráshópum eða ef óskað hefur verið eftir úrskurði dómara), telst þessi regla ekki brotin ef leikmaðurinn er mættur og tilbúinn til leiks þegar ráshópur hans getur hafið leik.Víti fyrir brot á reglu 5.3a: Frávísun,nema undir eftirfarandi þrennum kringumstæðum:
Undantekning 1 – Leikmaður mætir á rásstað, tilbúinn til leiks, að hámarki fimm mínútum of seinn: Leikmaðurinn fær almenna vítið, sem skráist á fyrstu holu hans.
Undantekning 2 – Leikmaður hefur leik að hámarki fimm mínútum of snemma: Leikmaðurinn færalmenna vítið, sem skráist á fyrstu holu hans.
Undantekning 3 – Nefndin ákvarðar að mjög sérstakar kringumstæður hafi komið í veg fyrir að leikmaður gæti hafið leik á réttum tíma: Reglan hefur ekki verið brotin og þetta er vítalaust.
5.3b
Hvenær umferð lýkur
Umferð leikmanns lýkur:
Í holukeppni, þegar úrslit leiksins eru ráðin samkvæmt reglu 3.2a(3) eða (4).
Íhöggleik, þegar leikmaðurinn leikur í holu á síðustu holunni (þar með talið leiðrétting á mistökum, svo sem samkvæmt reglu 6.1 eða 14.7b).
Sjá reglur 21.1e, 21.2e, 21.3e og 23.3b (hvenær umferð hefst og lýkur í öðrum formum höggleiks og í fjórleik).
5.4
Leikið í ráshópum
5.4a
Holukeppni
Á meðan umferð er leikin verður leikmaðurinn og mótherjinn að leika hverja holu í sama ráshópi.
5.4b
Höggleikur
Á meðan umferð er leikin verður leikmaðurinn að vera í ráshópnum sem ákveðinn var af nefndinni, nema nefndin samþykki breytingu, fyrir fram eða eftir á.Víti fyrir brot á reglu 5.4: Frávísun.
5.5
Æfing á meðan umferð er leikin eða á meðan leikur hefur verið stöðvaður
5.5a
Engin æfingahögg á meðan hola er leikin
Á meðan hola er leikin má leikmaður ekki slá æfingahögg að neinum bolta, á vellinum eða utan hans.Eftirfarandi eru ekki æfingahögg:
Æfingasveifla þar sem ætlunin er ekki að hitta bolta.
Að slá bolta til baka inn á æfingasvæði eða til annars leikmanns, þegar slíkt er eingöngu gert af tillitssemi.
Högg, slegin af leikmanni við að ljúka holu þegar úrslit holunnar liggja fyrir.
5.5b
Takmarkanir á æfingahöggum á milli hola
Eftir að hafa lokið leik á holu og þar til högg er slegið til að hefja leik á annarri holu má leikmaður ekki slá æfingahögg.Undantekning - Hvar leikmaður má æfa pútt og vipp: Leikmaðurinn má æfa pútt og vipp á eða nærri:
Flöt holunnar sem hann var að ljúka eða á einhverri æfingaflöt (sjá reglu 13.1e), og
Teig næstu holu.
Þó má ekki slá slík æfingahögg úr glompu og þau mega ekki tefja leik um of (sjá reglu 5.6a).Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu I-2 (nefndin má setja staðarreglu sem bannar æfingapútt eða æfingavipp á eða nærri flöt holunnar sem síðast var leikin).
5.5c
Æfing á meðan leik hefur verið frestað eða hann stöðvaður af öðrum ástæðum
Á meðan leik er frestað eða hann stöðvaður af öðrum ástæðum samkvæmt reglu 5.7a má leikmaður ekki slá æfingahögg, nema:
Ef leikur í holukeppni er stöðvaður með samkomulagi leikmannanna og verður ekki hafinn að nýju sama dag mega leikmennirnir æfa á vellinum án takmarkana áður en leikurinn hefst að nýju.Víti fyrir brot á reglu 5.5: Almennt víti.Ef brotið á sér stað á milli hola skráist vítið á næstu holu.
5.6
Óþarfa tafir. Leikið rösklega
5.6a
Óþarfa tafir við leik
Leikmaður má ekki tefja leik um of, hvorki við leik holu eða á milli hola.Leikmanni er heimil stutt töf af tilteknum ástæðum, svo sem:
Þegar hann leitar aðstoðar dómara eða nefndarinnar.
Þegar hann slasast eða veikist, eða
Af öðrum gildum ástæðum.
Víti fyrir brot á reglu 5.6a:
Víti fyrir fyrsta brot:Eitt vítahögg.
Víti fyrir annað brot: Almennt víti.
Víti fyrir þriðja brot: Frávísun.
Ef leikmaðurinn tefur leik um of á milli hola skráist vítið á næstu holu.Sjá reglu 25.6a (beiting reglu 5.6a vegna fatlaðra leikmanna).
5.6b
Leikið rösklega
Golfumferð á að leika rösklega.Sérhver leikmaður ætti að gera sér grein fyrir að leikhraði hans hefur líklega áhrif á hversu lengi aðrir leikmenn eru að leika sínar umferðir, bæði leikmenn í sama ráshópi og leikmenn í ráshópunum á eftir.Leikmenn eru hvattir til að hleypa hraðari ráshópum fram úr.(1) Tilmæli um leikhraða. Leikmaðurinn ætti að leika rösklega alla umferðina, þar á meðal við að:
Undirbúa og slá hvert högg,
Fara frá einum stað til annars á milli högga, og
Fara á næsta teig eftir að hafa lokið holu.
Leikmaður ætti að undirbúa sig með fyrirvara fyrir næsta högg og vera tilbúinn að slá þegar kemur að honum að leika.Þegar kemur að leikmanninum að leika:
Er mælt með að höggið sé slegið innan 40 sekúndna frá því að leikmaðurinn getur (eða ætti að geta) slegið án truflana, og
Leikmaðurinn ætti venjulega að geta leikið hraðar en þetta og er hvattur til þess.
(2) Að leika í annarri röð til að flýta fyrir. Það ræðst af leikforminu hvenær viðeigandi er að leika í annarri röð til að flýta fyrir:
Í holukeppni mega leikmenn komast að samkomulagi um að leika í annarri röð til að flýta fyrir (sjá undantekningu við reglu 6.4a).
Í höggleik mega leikmenn leika þegar þeir eru tilbúnir, en þó með fullri árvekni og á ábyrgan hátt (sjá reglu 6.4b(2)).
(3) Stefna nefndarinnar um leikhraða. Til að hvetja til og framfylgja góðum leikhraða ætti nefndin að setja staðarreglu sem lýsir leikhraðastefnuÍ þessari stefnu má setja hámarkstíma til að ljúka umferð, holu eða röð hola og höggi og þar má kveða á um víti fyrir að fylgja ekki stefnunni.
Sjá Verklag nefnda, hluta 5H (ráðleggingar um efni leikhraðastefnu).
5.7
Að stöðva leik. Að hefja leik að nýju
5.7a
Hvenær leikmenn mega eða verða að stöðva leik
Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki stöðva leik, nema undir eftirfarandi kringumstæðum:
Frestun ákveðin af nefndinni. Allir leikmenn verða að hætta leik sínum ef nefndin frestar leik (sjá reglu 5.7b).
Samkomulag um að stöðva leik í holukeppni. Leikmenn í holukeppni mega komast að samkomulagi um að stöðva leik af hvaða ástæðu sem er, nema ef slíkt seinkar keppninni. Ef þeir sammælast um að stöðva leik og annar leikmannanna vill síðan hefja leik að nýju er samkomulagið úti og hinn leikmaðurinn verður að hefja leik að nýju.
Stakir leikmenn stöðva leik vegna eldinga. Leikmaður má stöðva leik ef hann hefur ástæðu til að ætla að hætta sé af eldingum, en verður að tilkynna það nefndinni eins fljótt og unnt er.
Að yfirgefa völlinn felur ekki, eitt og sér, í sér stöðvun leiks. Fjallað er um töf leikmanns á leik í reglu 5.6a, en ekki í þessari reglu.Ef leikmaður stöðvar leik af einhverri ástæðu sem ekki er heimil samkvæmt þessari reglu, eða tilkynnir það ekki nefndinni þegar slíkt er skylt, fær hann frávísun.
5.7b
Hvað leikmenn verða að gera þegar nefndin frestar leik
Frestun leiks samkvæmt ákvörðun nefndarinnar er tvenns konar, með ólíkum kröfum um hvenær leikmennirnir verða að stöðva leik.(1) Tafarlaus frestun (t.d. þegar hætta steðjar að). Ef nefndin lýsir yfir tafarlausri frestun leiks verða allir leikmenn að stöðva leik þegar í stað og mega ekki slá fleiri högg fyrr en nefndin hefur leik að nýju.Nefndin ætti að nota ótvíræða aðferð við að upplýsa leikmenn um tafarlausa frestun.(2) Venjuleg frestun (svo sem vegna myrkurs eða óleikhæfs vallar). Ef nefndin frestar leik af öðrum ástæðum ræðst framhaldið af því hvar hver ráshópur er staddur:
Á milli hola. Ef allir leikmennirnir í ráshópnum eru á milli tveggja hola verða þeir að stöðva leik og mega ekki slá högg til að hefja leik á annarri holu fyrr en nefndin hefur leik að nýju.
Við leik á holu. Ef einhver leikmannanna í ráshópnum hefur hafið leik á holu ráða leikmennirnir því hvort þeir stöðva leik eða ljúka holunni.
Leikmenn mega hugleiða í stutta stund (sem venjulega ætti ekki að vera lengri en tvær mínútur) hvort þeir ætli að stöðva leik eða ljúka holunni.
Haldi leikmennirnir leik áfram mega þeir ljúka holunni eða stöðva leik áður en holunni er lokið.
Eftir að leikmennirnir hafa lokið holunni eða stöðvað leik áður en holunni lýkur mega þeir ekki slá fleiri högg fyrr en nefndin hefur leik að nýju samkvæmt reglu 5.7c.
Ef leikmennirnir eru ekki sammála um hvað skuli gera:
Holukeppni. Ef mótherjinn stöðvar leik verður leikmaðurinn einnig að stöðva leik og hvorugur leikmannanna má leika aftur fyrr en nefndin hefur leik að nýju. Stöðvi leikmaðurinn ekki leik hlýtur hann almenna vítið(holutap).
Höggleikur. Hver leikmaður í ráshópnum má velja hvort hann stöðvi leik eða haldi leik áfram á holunni, hvað sem aðrir leikmenn í ráshópnum ákveða að gera. Þó má leikmaður því aðeins halda leik áfram að ritari hans fylgi honum til að skrá skor hans.
Víti fyrir brot á reglu 5.7b: Frávísun.Undantekning – Vítalaust ef nefndin telur réttlætanlegt að leikur var ekki stöðvaður: Það er ekki brot á þessari reglu og vítalaust ef nefndin ákvarðar að kringumstæður réttlæti að leikmaðurinn stöðvaði ekki leik þegar hann átti að gera það.Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu J-1 (ráðlagðar aðferðir fyrir nefndina til að tilkynna leikmönnum um tafarlausa og venjulega frestun leiks).
5.7c
Hvað leikmenn verða að gera þegar leikur hefst að nýju
(1) Hvar hefja á leik að nýju. Leikmaður verður að hefja leik að nýju á staðnum þar sem hann stöðvaði leik á holu eða, ef hann var á milli hola, á næsta teig, jafnvel þótt leikur sé hafinn að nýju annan dag.Ef leikmaður hefur leik að nýju á öðrum stað en þar sem hann stöðvaði leik, sjá reglur 6.1b og 14.7.(2) Hvenær hefja á leik að nýju. Leikmaðurinn verður að vera kominn á staðinn sem tilgreindur er í (1) og tilbúinn til leiks:
Á þeim tíma sem nefndin hefur ákveðið að leikur skuli hefjast að nýju, og
Leikmaðurinn verður að hefja leik að nýju á þeim tíma (og ekki fyrr).
Ef seinkun verður á að leikur geti hafist að nýju (til dæmis þegar leikmenn í næsta ráshópi á undan þurfa að slá fyrst og víkja úr færi), er það ekki brot á þessari reglu ef leikmaðurinn er á staðnum og tilbúinn til að hefja leik þegar ráshópur hans getur hafið leik að nýju.Víti fyrir brot á reglu 5.7c(2): Frávísun.Undantekningar við frávísun fyrir að hefja ekki leik að nýju á réttum tíma: Undantekningar 1, 2 og 3 í reglu 5.3a og undantekningin við reglu 5.7b eiga einnig við hér.
5.7d
Að lyfta bolta þegar leikur er stöðvaður. Að leggja bolta aftur og skipta um bolta þegar leikur hefst að nýju
(1) Að lyfta bolta þegar leikur er stöðvaður eða áður en leikur hefst að nýju. Þegar leikur á holu stöðvast samkvæmt þessari reglu má leikmaðurinn merkja staðsetningu boltans og lyfta honum (sjá reglu 14.1).Annaðhvort áður en eða þegar leikur hefst að nýju:
Ef bolta leikmanns var lyft þegar leikur var stöðvaður. Leikmaðurinn verður að leggja aftur upphaflega boltann eða annan bolta á upphaflega staðinn (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2).
Ef bolta leikmanns var ekki lyft þegar leikur var stöðvaður. Leikmaðurinn má leika boltanum þar sem hann liggur eða merkja staðsetningu boltans, lyfta honum (sjá reglu 14.1) og leggja aftur upphaflega boltann eða annan bolta á upphaflega staðinn (sjá reglu 14.2).
Í hvoru tilfelli sem er:
Ef lega boltans breytist við að lyfta honum verður leikmaðurinn að leggja aftur þann bolta eða annan bolta, eins og krafist er samkvæmt reglu 14.2d.
Ef lega boltans breytist eftir að boltanum var lyft og áður en bolti er lagður aftur á regla 14.2d ekki við:
Leggja verður aftur upphaflega boltann eða annan bolta á upphaflega staðinn (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2).
Þó gildir regla 8.1d ef legan eða aðrar aðstæður sem hafa áhrif á höggið hafa versnað.
(2) Hvað gera á ef bolti eða boltamerki leikmanns var hreyft á meðan leikur var stöðvaður. Ef bolti leikmannsins eða boltamerki hans er hreyft á einhvern hátt áður en leikur hefst að nýju (þar á meðal af náttúruöflunum) verður leikmaðurinn annaðhvort að:
Leggja aftur upphaflega boltann eða annan bolta á upphaflega staðinn (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2), eða
Leggja boltamerki til að merkja upphaflega staðinn og síðan leggja aftur upphaflega boltann eða annan bolta á þann stað (sjá reglur 14.1 og 14.2).
Ef aðstæður sem hafa áhrif á högg leikmannsins versnuðu á meðan leikur var stöðvaður, sjá reglu 8.1d.Víti fyrir að leika bolta af röngum stað, andstætt reglu 5.7d: Almennt vítisamkvæmt reglu 14.7a.
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...