Prenta hluta
24
Sveitakeppnir
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa sem sveit og samanlögð úrslit þeirra í umferðum eða leikjum mynda heildarskor sveitarinnar.
24
Sveitakeppnir
24.1

Yfirlit um sveitakeppnir

  • „Sveit“ er hópur leikmanna sem leika sem einstaklingar eða lið gegn öðrum sveitum.
  • Leikur hópsins í sveitakeppninni getur jafnframt verið hluti annarrar keppni (svo sem höggleik einstaklinga) sem haldin er á sama tíma.
Reglur 1-23 eiga við í sveitakeppnum, með þeim breytingum sem hér koma fram.
24.2

Keppnisskilmálar í sveitakeppnum

Nefndin ákveður leikform, hvernig heildarskor sveitar er reiknað og aðra keppnisskilmála, svo sem:
  • Í holukeppni, stigafjölda sem fæst við að vinna eða jafna leik.
  • Í höggleik, fjölda skora sem gilda í heildarskori hverrar sveitar.
  • Hvort keppninni getur lokið með jafntefli og, ef ekki, hvernig skorið er úr um jafntefli.
24.3

Liðsstjóri

Hver sveit getur tilnefnt liðsstjóra til að leiða sveitina og taka ákvarðanir fyrir hennar hönd, svo sem hvaða leikmenn sveitarinnar munu leika í hverri umferð eða leik, í hvaða röð þeir munu leika og hverjir munu leika saman sem samherjar. Liðsstjórinn getur verið leikmaður í keppninni.
24.4

Leyfilegar ráðleggingar í sveitakeppnum

24.4a

Einstaklingi leyft að ráðleggja sveit (ráðgjafi)

Nefndin má setja staðarreglu sem leyfir hverri sveit að tilnefna einn einstakling („ráðgjafa“) sem má gefa ráð og veita leikmönnum sveitarinnar aðra aðstoð sem leyfð er í reglu 10.2 á meðan umferð er leikin og sem leikmenn í sveitinni mega biðja um ráð:
  • Ráðgjafinn má vera liðsstjórinn, þjálfari sveitarinnar eða einhver annar einstaklingur (þar á meðal meðlimur sveitarinnar sem tekur þátt í keppninni).
  • Tilkynna þarf nefndinni hver ráðgjafinn er áður en hann gefur ráð.
  • Nefndin má leyfa breytingu á ráðgjafa sveitar á meðan umferð er leikin eða á meðan keppnin stendur yfir.
Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu H-2 (nefndin má setja staðarreglu sem leyfir hverri sveit að tilnefna tvo ráðgjafa).
24.4b

Takmarkanir vegna ráðgjafa á meðan hann leikur

Ef ráðgjafi sveitar er leikmaður í sveitinni má hann ekki sinna hlutverki ráðgjafa á meðan hann leikur umferð í keppninni. Á meðan ráðgjafi leikur umferð er litið á hann sem hvern annan meðlim sveitarinnar, með tilliti til takmarkana á ráðgjöf samkvæmt reglu 10.2.
24.4c

Engar ráðleggingar á milli meðlima sveitar, annarra en samherja

Að því undanskildu þegar leikmenn leika sem samherjar í liði:
  • Má leikmaður ekki biðja um ráð eða gefa ráð til meðlims sveitarinnar sem er að leika á vellinum.
  • Þetta gildir hvort sem sá meðlimur sveitarinnar er að leika í sama ráshópi og leikmaðurinn eða í öðrum ráshópi á vellinum.
Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu H-5 (í sveitakeppni höggleiks þar sem skor leikmanns í umferð gildir aðeins sem hluti af skori sveitarinnar má nefndin setja staðarreglu sem leyfir meðlimum sveitar sem leika í sama ráshópi að gefa hverjum öðrum ráð, jafnvel þótt þeir sé ekki samherjar). Víti fyrir brot á reglu 24.4: Almennt víti samkvæmt reglu 10.2a.
SKOÐA FLEIRA
Regla 1Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
Tilgangur reglu: Í reglu 1 er eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins lýst: Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggu...
Lesa meira