Print Section
13
Flatir
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni á hverri flöt. Því gilda nokkrar sérreglur um flatir, frábrugðnar reglum fyrir aðra hluta vallarins.
13
Flatir
13.1

Athafnir sem eru leyfðar eða skyldugar á flötum

Tilgangur reglu: Þessi regla leyfir leikmanninum að gera hluti á flötinni sem eru venjulega ekki leyfðir utan flatarinnar, svo sem að merkja staðsetningu boltans, lyfta honum, hreinsa hann og leggja hann aftur, lagfæra skemmdir og fjarlægja sand og lausan jarðveg af flötinni. Þá er vítalaust þótt bolti eða boltamerki séu hreyfð fyrir slysni á flötinni.
13.1a

Hvenær bolti er á flötinni

Bolti er á flötinni þegar einhver hluti boltans:
  • Snertir flötina, eða
  • Liggur á eða í einhverju (svo sem lausung eða hindrun) og er innan jaðars flatarinnar.
Ef hluti boltans er bæði á flötinni og á öðru svæði vallarins, sjá reglu 2.2c.
13.1b

Að merkja, lyfta og hreinsa bolta á flötinni

Bolta á flötinni má lyfta og hreinsa (sjá reglu 14.1). Staðsetningu boltans verður að merkja áður en honum er lyft (sjá reglu 14.1) og leggja verður boltann aftur á sinn upphaflega stað (sjá reglu 14.2).
13.1c

Lagfæringar leyfðar á flötinni

Á meðan umferð er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a má leikmaðurinn gera eftirfarandi á flötinni, hvort sem boltinn er á eða utan flatarinnar: (1) Fjarlægja sand og lausan jarðveg. Sand og lausan jarðveg á flötinni má fjarlægja, vítalaust. (2) Lagfæra skemmdir. Leikmaður má lagfæra skemmdir á flötinni, vítalaust, með því að viðhafa hóflegar athafnir til að koma flötinni eins nærri upphaflegu ástandi sínu og hægt er, en þó aðeins:
  • Með því að nota hönd, fót eða aðra líkamshluta eða venjulegan flatargaffal, , kylfu eða svipaðan hluta venjulegs útbúnaðar, og
  • Án þess að tefja leik um of (sjá reglu 5.6a).
Hins vegar, ef leikmaðurinn bætir flötina með athöfnum sem ganga lengra en hæfilegt er til að koma flötinni í upphaflegt ástand (svo sem með því að útbúa slóð að holunni eða með því að nota óleyfilegun hlut) fær leikmaðurinn almenna vítið fyrir brot á reglu 8.1a. „Skemmd á flötinni“ merkir hvers konar skemmd eftir einhvern einstakling (þar á meðal leikmanninn) eða utanaðkomandi áhrif, svo sem:
  • Boltaför, skemmdir af skóm (til dæmis gaddaför) og rispur eða ójöfnur vegna útbúnaðar eða flaggstangar.
  • Gamlir holutappar, torfutappar, samskeyti skorins torfs og rispur eða ójöfnur vegna verkfæra eða véla.
  • Rásir gerðar af dýrum eða hófför, og
  • Sokknir hlutir (til dæmis steinar, akörn eða ) og ójöfnur vegna þeirra.
Hins vegar fela „skemmdir á flötinni“ ekki í sér neinar skemmdir eða aðstæður sem orsakast af:
  • Venjulegum vinnubrögðum við almennt viðhald flatarinnar (svo sem götunarholur og rásir eftir lóðréttan skurð),
  • Vökvun, rigningu eða öðrum náttúruöflum,
  • Náttúrulegum ójöfnum á yfirborði (svo sem illgresi, ógrónum eða sýktum svæðum eða svæðum með ójafnri sprettu), eða
  • Venjulegu sliti á holunni.
13.1d

Þegar bolti eða boltamerki hreyfast á flötinni

Tvær sérreglur gilda um bolta eða boltamerki sem hreyfast á flötinni. (1) Vítalaust að valda því af slysni að bolti hreyfist. Það er vítalaust þótt leikmaður, mótherji eða annar leikmaður í höggleik hreyfi bolta eða boltamerki leikmanns af slysni á flötinni. Leikmaðurinn verður að:
  • Leggja boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2), eða
  • Leggja boltamerki til að merkja upphaflega staðinn.
Undantekning – Leika verður boltanum þar sem hann liggur ef boltinn byrjar að hreyfast í aftursveiflu eða í höggi og höggið er slegið (sjá reglu 9.1b). Ef leikmaðurinn eða mótherjinn lyfta vísvitandi bolta leikmannsins eða boltamerki hans á flötinni, sjá reglu 9.4 eða reglu 9.5 til að ákvarða hvort um víti er að ræða. (2) Hvenær leggja á aftur bolta sem hreyfist vegna náttúruaflanna. Ef náttúruöflin valda því að bolti leikmanns á flötinni hreyfist, ræðst næsti staður þar sem leika á boltanum af því hvort boltanum hafði áður verið lyft og hann lagður aftur á flötina (sjá reglu 14.1):
  • Bolta áður lyft og hann lagður aftur. Leggja verður boltann aftur á staðinn þaðan sem hann hreyfðist (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2), jafnvel þótt hann hafi verið hreyfður af náttúruöflunum en ekki af leikmanninum, af mótherja leikmannsins eða af utanaðkomandi áhrifum (sjá undantekningu við reglu 9.3).
  • Bolta ekki áður lyft og hann lagður aftur. Leika verður boltanum frá nýja staðnum (sjá reglu 9.3).
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 13.1d: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
13.1e

Engin vísvitandi prófun á flötinni

Á meðan umferð er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a má leikmaðurinn ekki vísvitandi aðhafast neitt af eftirfarandi til að prófa flötina eða ranga flöt:
  • Nudda yfirborðið, eða
  • Rúlla bolta.
Undantekning - Að prófa flatir á milli hola: Á milli hola má leikmaður nudda yfirborðið eða rúlla bolta á flöt holunnar sem hann var að ljúka eða á einhverri æfingaflöt (sjá reglu 5.5b). Víti fyrir að prófa flötina eða ranga flöt, í andstöðu við reglu 13.1e: Almennt víti. Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu I-2 (nefndin má setja staðarreglu sem bannar leikmanni að rúlla bolta á flöt holunnar sem hann var að ljúka.)
13.1f

Taka verður lausn frá rangri flöt

(1) Merking truflunar vegna rangrar flatar. Truflun samkvæmt þessari reglu á sér stað þegar:
  • Einhver hluti bolta leikmannsins snertir ranga flöt eða liggur á eða í einhverju (svo sem lausung eða hindrun) og er innan jaðars röngu flatarinnar, eða
  • Röng flöt truflar áþreifanlega fyrirhugaða stöðu eða fyrirhugað sveiflusvið leikmannsins.
(2) Taka verður lausn. Þegar truflun á sér stað vegna rangrar flatar má leikmaðurinn ekki leika boltanum þar sem hann liggur. Þess í stað verður leikmaðurinn að taka lausn án vítis með því að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á þessu lausnarsvæði (sjá reglu 14.3):
  • Viðmiðunarstaður: Nálægasti staðurinn fyrir fulla lausn á sama svæði vallarins og þar sem upphaflegi boltinn stöðvaðist.
  • Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd, þó með eftirfarandi takmörkunum:
  • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
    • Það verður að vera á sama svæði vallarins og viðmiðunarstaðurinn,
    • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
    • Þar verður að vera full lausn frá öllum truflunum vegna röngu flatarinnar.
(3) Engin lausn ef augljóslega óraunsætt. Engin lausn er samkvæmt reglu 13.1f ef truflun á sér einungis stað vegna þess að leikmaðurinn velur kylfu, gerð stöðu eða sveiflu eða leikátt sem er augljóslega óraunsætt með tilliti til aðstæðna. Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 13.1f: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a. Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu D-3(nefndin má setja staðarreglu sem neitar lausn frá rangri flöt sem eingöngu truflar svæði fyrirhugaðrar stöðu).
13.2

Flaggstöngin

Tilgangur reglu: Í þessari reglu eru útskýrðir þeir kostir sem leikmaðurinn hefur varðandi flaggstöngina. Leikmaðurinn má hafa flaggstöngina í holunni eða láta fjarlægja hana (sem felur m.a. í sér að láta einhvern gæta hennar og fjarlægja hana eftir að boltanum er leikið), en verður að ákveða sig áður en hann slær högg. Leikmaðurinn fær venjulega ekki víti þótt boltinn hitti flaggstöngina.
Þessi regla nær til bolta sem er leikið hvaðan sem er á vellinum, á eða utan flatarinnar.
13.2a

Að hafa flaggstöngina í holunni

(1) Leikmaður má hafa flaggstöngina í holunni. Leikmaðurinn má slá högg með flaggstöngina í holunni þannig að hugsanlegt sé að boltinn hitti flaggstöngina. Leikmaðurinn verður að ákveða þetta áður en hann slær höggið, með því annaðhvort að:
  • Hafa flaggstöngina óhreyfða í holunni eða hreyfa hana þannig að hún sé í miðri holunni og skilja við hana þannig, eða
  • Láta setja flaggstöng sem hefur verið fjarlægð aftur í holuna.
Í hvoru tilfelli sem er:
  • Má leikmaðurinn ekki reyna að hagnast með því að færa flaggstöngina vísvitandi þannig að hún sé ekki í miðri holunni.
  • Geri leikmaðurinn það og boltinn hittir síðan flaggstöngina fær leikmaðurinn almenna vítið.
(2) Vítalaust þótt bolti hitti flaggstöng sem er í holunni. Ef leikmaðurinn slær högg með flaggstöngina í holunni og boltinn hittir síðan flaggstöngina:
  • Er það vítalaust (að undanskildu því sem fram kemur í (1)), og
  • Leika verður boltanum þar sem hann liggur.
(3) Takmarkanir á að leikmaður hreyfi eða fjarlægi flaggstöngina á meðan bolti er á hreyfingu. Eftir að hafa slegið högg með flaggstöngina í holunni:
  • Má leikmaðurinn eða kylfuberi hans ekki vísvitandi hreyfa eða fjarlægja flaggstöngina til að hafa áhrif á hvar bolti leikmannsins kunni að stöðvast (svo sem til að forðast að boltinn hitti flaggstöngina). Ef þetta er gert fær leikmaðurinn almenna vítið.
  • Þó er vítalaust ef leikmaðurinn lætur hreyfa eða fjarlægja flaggstöngina úr holunni af einhverri annarri ástæðu, svo sem þegar eðlilegt er að ætla að boltinn sem er á hreyfingu muni ekki hitta flaggstöngina áður en hann stöðvast.
(4) Takmarkanir á að aðrir leikmenn hreyfi eða fjarlægi flaggstöngina þegar leikmaðurinn hefur ákveðið að hafa hana í holunni. Þegar leikmaðurinn hefur skilið flaggstöngina eftir í holunni og hefur ekki heimilað neinum að gæta flaggstangarinnar (sjá reglu 13.2b(1)) má annar leikmaður ekki vísvitandi hreyfa eða fjarlægja flaggstöngina til að hafa áhrif á hvar bolti leikmannsins kunni að stöðvast.
  • Ef annar leikmaður eða kylfuberi annars leikmanns gerir það, áður en eða á meðan höggið er slegið, og leikmaðurinn slær höggið án þess að verða þessa áskynja, eða gerir þetta á meðan bolti leikmannsins er á hreyfingu eftir höggið fær sá leikmaður almenna vítið.
  • Þó er það vítalaust ef hinn leikmaðurinn eða kylfuberi þess leikmanns hreyfir eða fjarlægir flaggstöngina af einhverri annarri ástæðu, svo sem þegar viðkomandi:
    • Hefur ástæðu til að ætla að boltinn sem er á hreyfingu muni ekki hitta flaggstöngina áður en hann stöðvast, eða
    • Verður þess ekki var að leikmaðurinn sé að fara að leika eða að bolti leikmannsins sé á hreyfingu.
Sjá reglu22.2fjórmenningi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins); 23.5fjórleik má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).
13.2b

Að fjarlægja flaggstöngina úr holunni

(1) Leikmaður má láta fjarlægja flaggstöngina úr holunni. Leikmaðurinn má slá högg eftir að hafa látið fjarlægja flaggstöngina úr holunni til að bolti hans muni ekki hitta flaggstöngina í holunni. Leikmaðurinn verður að ákveða þetta áður en hann slær höggið, með því annaðhvort að:
  • Láta fjarlægja flaggstöngina úr holunni áður en hann leikur boltanum, eða
  • Heimila einhverjum að gæta flaggstangarinnar, sem merkir að fjarlægja hana með því að:
    • Halda við flaggstöngina, í, yfir eða rétt við holuna áður en og á meðan höggið er slegið til að sýna leikmanninum hvar holan er, og
    • Fjarlægja svo flaggstöngina eftir að höggið hefur verið slegið.
Leikmaðurinn telst hafa samþykkt að flaggstangarinnar sé gætt ef:
  • Kylfuberi leikmannsins heldur við flaggstöngina í, yfir eða rétt við holuna eða stendur rétt við holuna þegar höggið er slegið, jafnvel þótt leikmaðurinn verði þess ekki var að kylfuberinn geri það.
  • Leikmaðurinn biður einhvern annan um að gæta flaggstangarinnar og viðkomandi gerir það, eða
  • Leikmaðurinn sér einhvern annan halda flaggstönginni í, yfir eða rétt við holuna eða standa rétt við holuna og leikmaðurinn slær höggið án þess að biðja viðkomandi um að stíga frá eða að láta flaggstöngina vera kyrra í holunni.
(2) Hvað gera á ef bolti hittir flaggstöngina eða þann sem gætir hennar. Ef bolti leikmannsins hittir flaggstöngina sem leikmaðurinn hafði ákveðið að láta fjarlægja samkvæmt (1) eða hittir einstaklinginn sem gætir flaggstangarinnar (eða eitthvað sem sá heldur á), ræðst framhaldið af því hvort þetta gerðist af slysni eða ásetningi:
  • Bolti hittir af slysni flaggstöngina eða þann sem fjarlægði hana eða gætir hennar. Ef boltinn hittir af slysni flaggstöngina eða þann sem fjarlægði hana eða er að gæta hennar (eða eitthvað sem viðkomandi heldur á) er það vítalaust og leika verður boltanum þar sem hann liggur.
  • Bolti vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af þeim sem gætir flaggstangarinnar. Ef sá sem gætir flaggstangarinnar vísvitandi sveigir úr leið eða stöðvar boltann sem er á hreyfingu gildir regla 11.2c:
    • Hvaðan boltanum er leikið. Leikmaðurinn má ekki leika boltanum þar sem hann liggur, heldur verður að taka lausn samkvæmt reglu 11.2c.
    • Hvenær víti á við. Ef sá sem vísvitandi sveigði boltann úr leið eða stöðvaði hann var leikmaður eða kylfuberi hans fær sá leikmaður almenna vítið fyrir brot á reglu 11.2.
Með tilliti til þessarar reglu merkir „að vísvitandi sveigja úr leið eða stöðva“ það sama og í reglu 11.2a og nær einnig til þess þegar bolti leikmannsins hittir:
  • Flaggstöngina sem hefur verið fjarlægð og vísvitandi staðsett eða lögð á ákveðinn stað á jörðinni þannig að hún gæti sveigt boltann úr leið eða stöðvað hann.
  • Flaggstöngina, sem er gætt, ef sá sem gætir hennar fjarlægði hana vísvitandi ekki úr holunni eða frá boltanum, eða
  • Einstaklinginn sem gætti flaggstangarinnar eða fjarlægði hana (eða hittir eitthvað sem viðkomandi hélt á), þegar hann færði sig vísvitandi ekki frá boltanum.
Undantekning – Takmarkanir á að hreyfa flaggstöngina vísvitandi til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu (sjá reglu 11.3). Sjá reglur 22.2fjórmeninngi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins); 23.5 (í fjórleik, má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).
13.2c

Bolti liggur upp við flaggstöngina í holunni

Ef bolti leikmanns stöðvast upp við flaggstöngina, sem er í holunni:
  • Ef einhver hluti boltans er í holunni, neðan yfirborðs flatarinnar, telst boltinn vera í holu, jafnvel þótt boltinn sé ekki allur neðan yfirborðsins.
  • Ef enginn hluti boltans er í holunni, neðan yfirborðs flatarinnar:
    • Er boltinn ekki í holu og leika verður honum þar sem hann liggur.
    • Ef flaggstöngin er fjarlægð og boltinn hreyfist (hvort sem hann fellur í holuna eða hreyfist frá holunni) er það vítalaust og leggja verður boltann aftur á brún holunnar (sjá reglu 14.2).
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 13.2c: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a. Í höggleik fær leikmaðurinn frávísun ef hann leikur ekki í holu eins og krafist er í reglu 3.3c.
13.3

Bolti yfir holubrún

13.3a

Biðtími til að sjá hvort bolti yfir holubrún muni falla í holuna

Ef einhver hluti bolta leikmanns slútir yfir brún holunnar:
  • Er leikmanninum heimill eðlilegur tími til að fara að holunni og tíu sekúndur til viðbótar til að sjá hvort boltinn muni falla í holuna.
  • Falli boltinn í holuna innan þessa biðtíma hefur leikmaðurinn leikið boltanum í holu með síðasta höggi sínu.
  • Falli boltinn ekki í holuna innan þessa biðtíma:
    • Telst boltinn vera kyrrstæður.
    • Falli boltinn síðan í holuna áðu en honum er leikið hefur leikmaðurinn leikið boltanum í holu með síðasta höggi sínu, en fær eitt vítahögg sem bætist við skorið á holunni.
13.3b

Hvað gera á ef bolta yfir holubrún er lyft eða hann er hreyfður áður en biðtíminn er liðinn

Ef bolta sem er yfir holubrún er lyft eða hann hreyfður, af öðru en náttúruöflunum, áður en biðtíminn samkvæmt reglu 13.3a er liðinn, er litið svo á að boltinn hafi verið kyrrstæður:
  • Leggja verður boltann aftur á brún holunnar (sjá reglu 14.2), og
  • Biðtíminn samkvæmt reglu 13.3a á ekki lengur við um boltann. (Sjá reglu 9.3 varðandi hvað eigi að gera ef bolti sem búið er að leggja aftur hreyfist síðan vegna náttúruaflanna.)
Ef mótherjinn í holukeppni eða annar leikmaður í höggleik vísvitandi lyftir eða hreyfir bolta leikmannsins þegar boltinn er yfir holubrún og biðtíminn er ekki liðinn:
  • Í holukeppni er litið á bolta leikmannsins sem í holu með síðasta höggi hans og mótherjinn fær ekki víti samkvæmt reglu 11.2b.
  • Í höggleik fær leikmaðurinn sem lyfti eða hreyfði boltann almenna vítið (tvö vítahögg). Leggja verður boltann aftur á brún holunnar (sjá reglu 14.2).
EXPLORE MORE
Rule 1Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
Tilgangur reglu: Í reglu 1 er eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins lýst: Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggu...
Read more