Prenta hluta
11
Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling, dýr eða hlut. Vísvitandi athafnir til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. Þegar þetta gerist fyrir slysni er það vítalaust og leikmaðurinn þarf oftast að sætta sig við afleiðingarnar, hvort sem þær eru hagstæðar honum eða ekki, og leika boltanum þar sem hann stöðvast. Samkvæmt reglu 11 má leikmaður heldur ekki aðhafast neitt vísvitandi til að hafa áhrif á hvar bolti sem er á hreyfingu kunni að stöðvast.
11
Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling, dýr eða hlut. Vísvitandi athafnir til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu
Þessi regla á alltaf við þegar bolti í leik er á hreyfingu (hvort sem er eftir högg eða af öðrum orsökum), nema þegar bolti hefur verið látinn falla innan lausnarsvæðis og hefur ekki enn stöðvast. Fjallað er um þær kringumstæður í reglu 14.3.
11.1

Bolti á hreyfingu hittir af slysni einstakling eða utanaðkomandi áhrif

11.1a

Vítalaust fyrir alla leikmenn

Ef bolti leikmanns er á hreyfingu og hittir af slysni einhvern einstakling (þar á meðal leikmanninn) eða utanaðkomandi áhrif:
  • Er það vítalaust fyrir alla leikmenn.
  • Þetta á einnig við ef boltinn hittir leikmanninn, mótherjann eða aðra leikmenn, kylfubera þeirra eða útbúnað.
Undantekning - Bolta leikið á flötinni í höggleik: Ef bolti leikmanns er á hreyfingu og hittir kyrrstæðan bolta á flötinni og báðir boltarnir voru á flötinni fyrir höggið, fær leikmaðurinn almenna vítið (tvö vítahögg).
11.1b

Staður þar sem leika verður boltanum

(1) Þegar boltanum er leikið annars staðar en af flötinni. Ef bolta leikmanns er leikið annars staðar en af flötinni og hittir af slysni einhvern einstakling (þar á meðal leikmanninn) eða utanaðkomandi áhrif (þar á meðal útbúnað) verður oftast að leika boltanum þar sem hann liggur. Hins vegar, ef boltinn stöðvast á einhverjum einstaklingi, dýri eða utanaðkomandi áhrifum á hreyfingu má leikmaðurinn ekki leika boltanum þar sem hann liggur. Þess í stað verður leikmaðurinn að taka lausn:
  • Þegar boltinn stöðvast á einhverjum einstaklingi, dýri eða utanaðkomandi áhrifum á hreyfingu sem eru staðsett annars staðar en á flötinni. Leikmaðurinn verður að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á þessu lausnarsvæði (sjá reglu 14.3):
    • Viðmiðunarstaður: Áætlaði staðurinn beint undir þeim stað þar sem boltinn stöðvaðist fyrst á einstaklingnum, dýrinu eða utanaðkomandi áhrifum á hreyfingu.
    • Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd, þó með eftirfarandi  takmörkunum:
    • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
      • Það verður að vera innan sama svæðis vallarins og viðmiðunarstaðurinn, og
      • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn.
  • Þegar boltinn stöðvast á einhverjum einstaklingi, dýri eða utanaðkomandi áhrifum á hreyfingu sem eru staðsett á flötinni. Leikmaðurinn verður að leggja upphaflega boltann eða annan bolta á áætlaða staðinn beint undir þar sem boltinn stöðvaðist fyrst á einstaklingnum, dýrinu eða utanaðkomandi áhrifunum og nota við það aðferðina við að leggja bolta aftur samkvæmt reglum 14.2b(2) og 14.2e.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 11.1b(1): Almennt víti samkvæmt reglu 14.7. (2) Þegar boltanum er leikið af flötinni. Ef bolta leikmanns er leikið af flötinni og hittir af slysni leikmanninn eða utanaðkomandi áhrif verður oftast að leika boltanum þar sem hann liggur. Hins vegar ef vitað er eða nánast öruggt að boltinn hitti eitthvað af eftirfarandi á flötinni verður leikmaðurinn að endurtaka höggið með því að leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá staðnum þaðan sem höggið var slegið (sjá reglu 14.6):
  • Einhver einstaklingur annar en:
    • Leikmaðurinn, eða
    • Einstaklingur sem gætir flaggstangarinnar (tekið er á þessu í reglu 13.2b(2), ekki í þessari reglu).
  • Hreyfanleg hindrun, önnur en:
    • Kylfan sem var notuð við höggið,
    • Boltamerki,
    • Kyrrstæður bolti (sjá reglu 11.1a um hvort víti eigi við í höggleik), eða
    • Flaggstöng (tekið er á þessu í reglu 13.2b(2), ekki í þessari reglu).
  • Dýr, annað en þau sem skilgreind eru sem lausung (svo sem skordýr).
Ef leikmaðurinn endurtekur höggið en gerir það af röngum stað fær hann almenna vítið samkvæmt reglu 14.7. Ef leikmaðurinn endurtekur ekki höggið fær hann almenna vítið og höggið gildir, en leikmaðurinn hefur ekki leikið af röngum stað. Sjá reglu 25.4k (reglu 11.1b(2) er breytt varðandi leikmenn sem nota hreyfihjálparbúnað þannig að bolta sem hittir búnaðinn er leikið þar sem hann liggur).
11.2

Bolti á hreyfingu vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af einstaklingi

11.2a

Hvenær regla 11.2 á við

Þessi regla á aðeins við þegar vitað er eða nánast öruggt að einhver einstaklingur vísvitandi sveigði bolta leikmanns úr leið eða stöðvaði boltann, sem merkir að:
  • Einhver einstaklingur vísvitandi snertir boltann á hreyfingu, eða
  • Boltinn sem er á hreyfingu hittir útbúnað eða hlut (annan en boltamerki eða annan bolta sem var kyrrstæður áður en boltanum var leikið eða hreyfðist af öðrum orsökum) eða einstakling (svo sem kylfubera leikmannsins) sem leikmaðurinn staðsetti vísvitandi eða skildi eftir á tilteknum stað þannig að útbúnaðurinn, hluturinn eða einstaklingurinn gæti sveigt boltann úr leið eða stöðvað hann.
Undantekning – Bolti vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður í holukeppni þegar óraunhæft er að hann hafni í holu: Ef bolti mótherja er á hreyfingu og er vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður þegar engar raunhæfar líkur eru á að boltinn fari í holu og þegar það er gert annaðhvort sem gjöf eða þegar boltinn þurfti að hafna í holu til að jafna holuna, er fjallað um það í reglu 3.2a(1) eða 3.2b(1), ekki í þessari reglu. Varðandi rétt leikmanns til að láta lyfta bolta eða boltamerki áður en högg er slegið ef hann hefur ástæðu til að ætla að boltinn eða boltamerkið gætu aðstoðað við eða truflað leik, sjá reglu 15.3.
11.2b

Hvenær leikmaðurinn fær víti

  • Leikmaður fær almenna vítið ef hann vísvitandi sveigir úr leið eða stöðvar einhvern bolta á hreyfingu.
  • Þetta á við hvort sem um er að ræða bolta leikmannsins sjálfs, bolta mótherja eða bolta einhvers annars leikmanns í höggleik.
Undantekning -- Bolti hreyfist í vatni: Það er vítalaust þótt leikmaður lyfti bolta sínum sem hreyfist í tímabundnu vatni eða í vatni innan vítasvæðis, þegar hann tekur lausn samkvæmt reglu 16.1 eða 17 (sjá undantekningu 3 við reglu 10.1d). Sjá reglur 22.2fjórmeninngi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins); 23.5 (í fjórleik, má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).
11.2c

Hvaðan leika á bolta sem hefur verið vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður

Ef það er vitað eða nánast öruggt að bolti sem var á hreyfingu hefur vísvitandi verið sveigður úr leið eða stöðvaður af einhverjum (hvort sem boltinn hefur fundist eða ekki) má ekki leika boltanum þar sem hann liggur. Þess í stað verður leikmaðurinn að taka lausn: (1) Högg slegið annars staðar en af flötinni. Leikmaðurinn verður að taka lausn sem ræðst af staðnum þar sem áætlað er að boltinn hefði stöðvast ef hann hefði ekki verið sveigður úr leið eða stöðvaður:
  • Þegar boltinn hefði stöðvast á vellinum, annars staðar en á flötinni. Leikmaðurinn verður að láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á þessu lausnarsvæði (sjá reglu 14.3):
    • Viðmiðunarstaður: Staðurinn þar sem áætlað er að boltinn hefði stöðvast.
    • Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Ein kylfulengd, þó með eftirfarandi takmörkunum:
    • Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
      • Það verður að vera á sama svæði vallarins og viðmiðunarstaðurinn, og
      • Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn.
Undantekning - Áætlað að bolti hefði stöðvast innan vítasvæðis: Ef áætlað er að boltinn hefði stöðvast innan vítasvæðis er leikmaðurinn ekki skyldur til að taka lausn samkvæmt þessari reglu. Þess í stað má leikmaðurinn taka lausn frá vítasvæðinu samkvæmt reglu 17.1d, byggt á því hvar áætlað er að boltinn hefði síðast skorið mörk vítasvæðisins.
  • Þegar boltinn hefði stöðvast á flötinni. Leikmaðurinn verður að leggja upphaflega boltann eða annan bolta á staðinn þar sem áætlað er að boltinn hefði stöðvast og nota við það aðferðir við að leggja bolta aftur samkvæmt reglum 14.2b(2) og 14.2e.
  • Þegar boltinn hefði stöðvast út af. Leikmaðurinn verður að taka fjarlægðarlausn samkvæmt reglu 18.2.
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 11.2c(1): Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a. (2) Högg slegið af flötinni. Leikmaðurinn verður að endurtaka höggið með því að leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá staðnum þaðan sem höggið var slegið (sjá reglu 14.6). Ef leikmaðurinn endurtekur höggið en gerir það af röngum stað fær hann almenna vítið samkvæmt reglu 14.7. Ef leikmaðurinn endurtekur ekki höggið fær hann almenna vítið og höggið gildir, en leikmaðurinn hefur ekki leikið af röngum stað.
11.3

Að fjarlægja hluti vísvitandi eða breyta aðstæðum vísvitandi til að hafa áhrif á bolta á hreyfingu

Á meðan bolti er á hreyfingu má leikmaður ekki vísvitandi gera neitt af eftirtöldu til að hafa áhrif á hvar boltinn (hvort sem um er að ræða bolta leikmannsins eða annars leikmanns) kunni að stöðvast:
  • Breyta áþreifanlegum aðstæðum með því að aðhafast neitt af því sem lýst er í reglu 8.1a (svo sem að leggja torfusnepil í kylfufar eða þrýsta niður torfi), eða
  • Lyfta eða færa:
    • Lausung (sjá undantekningu 2 við reglu 15.1a), eða
    • Hreyfanlega hindrun (sjá undantekningu 2 við reglu 15.2a).
Leikmaðurinn er brotlegur við þessa reglu ef hann aðhefst eitthvað af framantöldu, jafnvel þótt það hafi ekki áhrif á hvar boltinn stöðvast. Undantekning - Að færa flaggstöng, kyrrstæðan bolta á flötinni og útbúnað leikmanns: Þessi regla bannar leikmanni ekki að lyfta eða færa:
  • Flaggstöng sem hefur verið fjarlægð úr holunni,
  • Kyrrstæðan bolta á flötinni (sjá reglur 9.4, 9.5 og 14.1 varðandi hvort um víti er að ræða), eða
  • Útbúnað sem tilheyrir einhverjum leikmanni (að frátöldum kyrrstæðum bolta, annars staðar en á flötinni, og boltamerki, hvar sem er á vellinum).
Regla 13.2 fjallar um að fjarlæga flaggstöngina úr holunni (þar á meðal að gæta flaggstangarinnar) á meðan bolti er á hreyfingu, ekki þessi regla. Víti fyrir að aðhafast í andstöðu við reglu 11.3: Almennt víti. Sjá reglur 22.2fjórmeninngi má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans sem athafnir leikmannsins); 23.5 (í fjórleik, má hvor samherji koma fram fyrir hönd liðsins og litið er á athafnir samherjans varðandi bolta eða útbúnað leikmannsins sem athafnir leikmannsins).
SKOÐA FLEIRA
Regla 1Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
Tilgangur reglu: Í reglu 1 er eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins lýst: Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggu...
Lesa meira