Tilgangur reglu: Í reglu 2 eru kynnt þau grunnatriði sem hver leikmaður ætti að þekkja um völlinn:
Á vellinum eru fimm skilgreind svæði, og
Á vellinum eru nokkrar tegundir skilgreindra hluta og aðstæðna sem kunna að trufla leikinn.
Mikilvægt er að þekkja á hvaða svæði vallarins boltinn liggur og stöðu sérhvers hlutar og sérhverra aðstæðna sem trufla leik, því það hefur oft áhrif á þá möguleika sem leikmaðurinn hefur við að leika boltanum eða að fá lausn.
2
Völlurinn
2.1
Vallarmörk og út af
Golf er leikið á velli og mörk hans eru ákvörðuð af nefndinni. Svæði sem ekki eru á vellinum eru út af.
2.2
Skilgreind svæði á vellinum
Alls eru svæði vallarins fimm
2.2a
Almenna svæðið
Almenna svæðið nær yfir allan völlinn nema þau fjögur sértæku svæði vallarins sem lýst er í reglu 2.2b.Svæðið er kallað „almenna" svæðið, því:
Það nær yfir stærstan hluta vallarins og þaðan mun bolta leikmannsins oftast verða leikið, þar til boltinn hafnar á flötinni.
Svæðinu tilheyra allar tegundir yfirborðs og gróðurs eða fastra hluta sem eru á svæðinu, svo sem brautir, kargi og tré.
MYND 2.2: SKILGREIND SVÆÐI VALLARINS
2.2b
Sértæku svæðin fjögur
Sérstakar reglur gilda um þau fjögur svæði vallarins sem eru ekki innan almenna svæðisins:
Teiginn sem leikmaðurinn verður að nota til að hefja leik á holunni sem hann er að leika (regla 6.2),
Svæði vallarins þar sem bolti leikmanns liggur hefur áhrif á hvaða reglur eiga við þegar boltanum er leikið eða lausn fengin.Alltaf er litið svo á að bolti liggi á aðeins einu svæði vallarins í senn:
Ef boltinn er bæði á almenna svæðinu og einu fjögurra sértæku svæða vallarins, telst boltinn liggja á því sértæka svæði vallarins.
Ef boltinn liggur á tveimur sértækum svæðum vallarins er litið svo á að hann liggi á því svæði sem er fyrr í eftirfarandi röð: Vítasvæði, glompa, flöt.
2.3
Hlutir eða aðstæður sem kunna að trufla leik
Ákveðnar reglur kunna að veita lausn án vítis frá truflun vegna tiltekinna skilgreindra hluta eða aðstæðna, svo sem:
Óeðlilegra vallaraðstæðna, sem eru dýraholur, grund í aðgerð, óhreyfanlegar hindranir og tímabundið vatn (regla 16.1).
Á hinn bóginn er lausn án vítis ekki veitt frá vallarmarkahlutum eða hlutum vallar sem trufla leik.
2.4
Bannreitir
Bannreitur er skilgreindur hluti óeðlilegra vallaraðstæðna (sjá reglu 16.1f) eða vítasvæðis (sjá reglu 17.1e)þar sem leikur er óheimill.Leikmaður verður að taka lausn þegar:
Bolti hans liggur innan bannreits, eða
Bannreitur truflar svæði fyrirhugaðrar stöðueða sveiflusviðs við leik bolta sem liggur utan bannreitsins (sjá reglur 16.1f og 17.1e).
Sjá Verklag nefnda, hluta 5I(2) (hegðunarreglur kunna að banna leikmönnum að fara inn á bannreit)..
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...