Fjarlægðarlausn. Bolti týndur eða út af. Varabolti
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvinda að leika af teignum þar til boltinn er í holu. Leikmaðurinn verður að endurvekja þessa framvindu með því að leika aftur þaðan sem síðasta högg var slegið.Þessi regla fjallar einnig um hvernig og hvenær leika má varabolta til að flýta fyrir þegar bolti í leik kann að hafa hafnað út af eða týnst utan vítasvæðis.
18
Fjarlægðarlausn. Bolti týndur eða út af. Varabolti
18.1
Fjarlægðarlausn gegn víti leyfð hvenær sem er
Leikmaður má hvenær sem er taka fjarlægðarlausn með því að bæta einu vítaöggi og leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá staðnum þar sem síðasta högg var slegið (sjá reglu 14.6).Leikmanninum stendur þessi fjarlægðarlausn alltaf til boða:
Hvar svo sem bolti leikmannsins er á vellinum, og
Jafnvel þegar regla krefst þess af leikmanninum að taka lausn á tiltekinn hátt eða leika boltanum frá tilteknum stað.
Eftir að leikmaðurinn hefur sett annan bolta í leik með fjarlægðarlausn gegn víti (sjá reglu 14.4):
Er upphaflegi boltinn ekki lengur í leik og ekki má leika honum.
Þetta á við jafnvel þótt boltinn finnist svo á vellinum áður en þriggja mínútna leitartíminn er liðinn (sjá reglu 6.3b).
Þó á þetta ekki við um bolta sem verður leikið þaðan sem síðasta högg var slegið þegar leikmaðurinn:
Tilkynnir að hann sé að leika varabolta (sjá reglu 18.3b), eða
Bolti týndur eða út af Taka verður fjarlægðarlausn
18.2a
Hvenær bolti er týndur eða út af
(1) Hvenær bolti er týndur. Bolti er týndur ef hann hefur ekki fundist innan þriggja mínútna frá því að leikmaðurinn eða kylfuberi hans hófu leit að honum.Finnist bolti innan þess tíma en óvíst er hvort þetta er bolti leikmannsins:
Verður leikmaðurinn þegar í stað að reyna að þekkja boltann (sjá reglu 7.2) og er heimill eðlilegur tími til þess, jafnvel þótt það gerist eftir að þriggja mínútna leitartíminn er liðinn.
Sömuleiðis fær leikmaðurinn eðlilegan tíma til að komast að boltanum ef leikmaðurinn er ekki þar sem boltinn finnst.
Þekki leikmaðurinn boltann ekki sem sinn innan þessa eðlilega tíma er boltinn týndur.(2) Hvenær bolti er út af. Kyrrstæður bolti er því aðeins út af að hann sé allur utan marka vallarins.Bolti er innan vallar ef einhver hluti boltans:
Liggur á eða snertir jörðina eða eitthvað annað (svo sem náttúrlegan eða manngerðan hlut) innan marka vallarins, eða
Er yfir jaðri vallarmarkanna eða einhverjum öðrum hluta vallarins.
Leikmaður má standa út af til að leika bolta á vellinum.
Bolti er út af því aðeins að hann sé allur utan marka vallarins. Myndin sýnir dæmi um hvenær bolti er innan vallar og hvenær bolti er út af.
18.2b
Hvað gera á ef bolti er týndur eða út af
Ef bolti er týndur eða út af verður leikmaðurinn að taka fjarlægðarlausn með því að bæta við einu vítahöggi og leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta þaðan sem síðasta höggið var slegið (sjá reglu 14.6).Undantekning – Leikmaður má skipta um bolta samkvæmt annarri reglu þegar vitað er eða nánast öruggt hvað varð af boltann: Í stað þess að taka fjarlægðarlausn má leikmaðurinn skipta um bolta eins og leyft er samkvæmt reglu sem á við þegar bolti hans hefur ekki fundist og vitað er eða nánast öruggt að boltinn:
Stöðvaðist á vellinum og var hreyfður af utanaðkomandi áhrifum (sjá reglu 9.6), eða var leikið sem röngum bolta af öðrum leikmanni (sjá reglu 6.3c(2)),
Stöðvaðist á vellinum, í eða á hreyfanlegri hindrun (sjá reglu 15.2b) eða óeðlilegum vallaraðstæðum (sjá reglu 16.1e),
Var vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af einhverjum einstaklingi (sjá reglu 11.2c).
Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 18.2: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a..
18.3
Varabolti
18.3a
Hvenær varabolti er leyfður
Ef bolti kann að vera týndur utan vítasvæðis eða út af má leikmaðurinn flýta fyrir með því að leika öðrum bolta til vara, með fjarlægðarlausn gegn víti (sjá reglu 14.6). Þetta má ef:
Upphaflegi boltinn er ófundinn og ekki þekktur og er ekki enn týndur,
Bolti kann að vera týndur innan vítasvæðis, en gæti einnig verið týndur annars staðar á vellinum, eða
Bolti kann að vera týndur innan vítasvæðis, en gæti einnig verið út af.
Ef leikmaður slær högg þaðan sem síðasta högg var slegið í þeim tilgangi að leika varabolta, en ekki var leyfilegt að leika varabolta, er bolti leikmannsins í leik með fjarlægðarlausn gegn víti (sjá reglu 18.1). Ef varaboltinn sjálfur gæti verið týndur utan vítasvæðis eða verið út af:
Má leikmaðurinn leika öðrum varabolta.
Sá varabolti er þá tengdur fyrri varaboltanum á sama hátt og sá fyrri varaboltinn er tengdur upphaflega boltanum.
18.3b
Að tilkynna leik með varabolta
Áður en höggið er slegið verður leikmaðurinn að tilkynna einhverjum að hann ætli að leika varabolta:
Ekki nægir að leikmaðurinn segi einungis að hann sé að leika öðrum bolta eða að hann sé að slá aftur.
Leikmaðurinn verður að nota orðhlutann „vara“ eða gefa á annan hátt skýrt til kynna að hann sé að leika varabolta samkvæmt reglu 18.3.
Tilkynni leikmaðurinn þetta ekki einhverjum (jafnvel þótt hann ætli að leika varabolta) og leiki bolta þaðan sem síðasta högg var slegið verður sá bolti í leik með fjarlægðarlausn gegn víti (sjá reglu 18.1).Hins vegar, ef enginn er nálægur til að heyra tilkynningu leikmannsins má leikmaðurinn leika varaboltanum og tilkynna það síðan einhverjum þegar aðstæður leyfa.
18.3c
Að leika varabolta þar til hann verður bolti í leik eða þar til leik með honum er hætt
(1) Að leika varabolta oftar en einu sinni. Leikmaðurinn má halda leik áfram með varaboltanum án þess að boltinn tapi stöðu sinni sem varabolti, svo fremi að honum sé leikið af stað sem er jafnlangt eða lengra frá holunni en þar sem talið er að upphaflegi boltinn sé.Þetta á einnig við þótt varaboltanum sé leikið nokkrum sinnum.Hins vegar hættir boltinn að vera varabolti þegar hann verður að bolta í leik samkvæmt (2) eða þegar leik með honum er hætt samkvæmt (3) og verður við það að röngum bolta.(2) Hvenær varabolti verður að bolta í leik. Varaboltinn verður að bolta í leik samkvæmt fjarlægðarlausn gegn víti í eftirfarandi tveimur tilfellum:
Þegar upphaflegi boltinn er týndur hvar sem er á vellinum utan vítasvæðis eða er út af. Upphaflegi boltinn er ekki lengur í leik (jafnvel þótt hann finnist svo á vellinum eftir að þriggja mínútna leitartíminn er liðinn) og er nú rangur bolti sem ekki má leika (sjá reglu 6.3c).
Þegar varaboltanum er leikið af stað sem er nær holunni en þar sem talið er að upphaflegi boltinn sé. Upphaflegi boltinn er ekki lengur í leik (jafnvel þótt hann finnist svo á vellinum áður en þriggja mínútna leitartíminn er liðinn eða finnist nær holunni en reiknað hafði verið með) og er nú rangur bolti sem ekki má leika (sjá reglu 6.3c).
Ef leikmaðurinn leikur varabolta sem hafnar á sömu slóðum og upphaflegi boltinn og leikmaðurinn getur ekki þekkt boltana í sundur:
Ef aðeins annar boltinn finnst á vellinum er litið svo á að það sé varaboltinn, sem er nú í leik.
Ef báðir boltarnir finnast á vellinum verður leikmaðurinn að velja annan boltann til að vera varaboltinn, sem er nú í leik. Hinn boltinn telst vera upphaflegi boltinn, sem er ekki lengur í leik, og ekki má leika honum.
MYND 18.3c: VARABOLTA LEIKIÐ AF STAÐ NÆR HOLUNNI EN ÞAR SEM ÁÆTLAÐ ER AÐ UPPHAFLEGI BOLTINN SÉ
Upphaflegum bolta leikmanns er leikið af teignum og kann að vera týndur í runna. Leimaðurinn tilkynnir varabolta og leikur honum. Varabotinn stöðvast á stað A.
Þar sem staður A er fjær holunni en þar sem talið er að upphaflegi boltinn sé má leikmaðurinn leika varaboltanum frá stað A, án þess að boltinn tapi stöðu sinni sem varabolti.
Leikmaðurinn leikur varaboltanum frá stað A á stað B.
Staður B er nær holunni en þar sem talið er að upphaflegi boltinn sé. Ef leikmaðurinn leikur varaboltanum frá stað B verður varaboltinn því að bolta í leik, með fjarlægðarlausn gegn víti.
Undantekning – Leikmaður má skipta um bolta samkvæmt annarri reglu þegar vitað er eða nánast öruggt hvað varð um boltann: Leikmaðurinn hefur viðbótar möguleika þegar bolti hans er ófundinn og það er vitað eða nánast öruggt að boltinn:
Stöðvaðist á vellinum og var hreyfður af utanaðkomandi áhrifum (sjá reglu 9.6),
Stöðvaðist á vellinum í eða á hreyfanlegri hindrun (sjá reglu 15.2b) eða óeðlilegum vallaraðstæðum (sjá reglu 16.1e), eða
Var vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af einhverjum einstaklingi (sjá reglu 11.2c).
Þegar einhver þessara reglna á við má leikmaðurinn:
Skipta um bolta eins og leyft er samkvæmt þeirri reglu, eða
Nota varaboltann sem bolta í leik með fjarlægðarlausn gegn víti.
(3) Hvenær hætta verður leik með varaboltanum. Þegar varabolti hefur ekki enn orðið að bolta í leik verður að hætta leik með honum í þessum tveimur tilvikum:
Þegar upphaflegi boltinn finnst á vellinum, utan vítasvæðis, áður en þriggja mínútna leitartíminn er liðinn. Leikmaðurinn verður að leika upphaflega boltanum þar sem hann liggur.
Þegar upphaflegi boltinn finnst innan vítasvæðis eða það er vitað eða nánast öruggt að hann er innan vítasvæðis. Leikmaðurinn verður annaðhvort að leika upphaflega boltanum þar sem hann liggur eða taka lausn gegn víti samkvæmt reglu 17.1d.
Í hvoru tilfelli sem er:
Má leikmaðurinn ekki slá fleiri högg að varaboltanum, sem nú er orðinn rangur bolti (sjá reglu 6.3c), og
Öllum höggum með varaboltanum áður en leik með honum var hætt er sleppt (þ.e. slegnum höggum og vítahöggum sem orsökuðust beinlínis vegna leik hans).
Leikmaður má biðja aðra um að leita ekki að upphaflega boltanum ef leikmaðurinn vill frekar halda leik áfram með varaboltanum, en engum er skylt að fara að slíkum óskum. Ef varaboltinn er ekki orðinn að bolta í leik og bolti finnst sem kann að vera upphaflegi boltinn verður leikmaðurinn að grípa til allra eðlilegra ráða til að reyna að þekkja boltann. Geri leikmaðurinn það ekki kann nefndin að veita honum frávísun samkvæmt reglu 1.2a ef hún ákvarðar að í því hafi falist alvarleg óviðeigandi háttsemi, gegn anda leiksins.
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...