Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. Til að tryggja að leikmaðurinn takist á við þessa áskorun eru nokkrar takmarkanir á að snerta sandinn áður en höggið er slegið og um hvar megi taka lausn ef bolti er í glompu.
12
Glompur
12.1
Hvenær bolti er í glompu
Bolti er í glompu þegar einhver hluti boltans:
Snertir sandinn á jörðinni innan jaðars glompunnar, eða
Er innan jaðars glompunnar og liggur:
Á jörðinni þar sem sandur er að öllu jöfnu (til dæmis þegar sandur hefur fokið eða skolast í burtu af vindi eða vatni), eða
Í eða á lausung, hreyfanlegri hindrun, óeðlilegum vallaraðstæðum eða hluta vallarins, sem snertir sand í glompunni eða er á jörðinni þar sem sandur er að öllu jöfnu.
Ef bolti liggur á jarðvegi eða grasi eða öðrum náttúrulegum hlutum sem vaxa eða eru fastir innan jaðars glompunnar, án þess að snerta neinn sand, er boltinn ekki í glompunni.Ef hluti boltans er bæði í glompu og á öðru svæði vallarins, sjá reglu 2.2c.
Mynd 12.1 HVENÆR BOLTI ER Í GLOMPU
Myndin sýnir dæmi um hvenær bolti er í glompu og ekki í glompu, samanber skilgreiningu á glompu og reglu 12.1.
12.2
Að leika bolta í glompu
Þessi regla á bæði við á meðan umferð er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a.
12.2a
Að fjarlægja lausung og hreyfanlegar hindranir
Áður en bolta er leikið í glompu má leikmaður fjarlægja lausung samkvæmt reglu 15.1 og hreyfanlegar hindranir samkvæmt reglu 15.2.Þetta á einnig við um eðlilega snertingu eða hreyfingu á sandinum í glompunni, sem gerist við það.
12.2b
Takmarkanir á að snerta sand í glompu
(1) Hvenær snerting á sandi leiðir til vítis. Áður en leikmaðurinn slær högg að bolta í glompu má leikmaðurinn ekki:
Vísvitandi snerta sand í glompunni með hönd, kylfu, hrífu eða öðrum hlutum til að prófa ástand sandsins og öðlast þannig upplýsingar fyrir næsta högg, eða
Snerta sand í glompunni með kylfu:
Á svæðinu beint framan eða aftan við boltann (nema eins og leyft er í reglu 7.1a við að leita á eðlilegan hátt að boltanum eða í reglu 12.2a við að fjarlægja lausung eða hreyfanlega hindrun),
Í æfingasveiflu, eða
Í aftursveiflunni fyrir högg.
Sjá reglu 25.2f (breytingar á reglu 12.2b(1) fyrir blinda leikmenn), reglu 25.4l (beiting reglu 12.2b(1) vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki).(2) Hvenær snerting á sandi leiðir ekki til vítis. Að því frátöldu sem lýst er í (1), bannar þessi regla leikmanninum ekki að snerta sand í glompunni á einhvern annan hátt, svo sem við að:
Grafa fæturna niður við að taka sér stöðu fyrir æfingasveiflu eða fyrir höggið,
Slétta glompuna til að halda vellinum snyrtilegum,
Leggja kylfur, útbúnað eða aðra hluti í glompuna (hvort sem er með því að kasta þeim eða leggja þá niður),
Mæla, merkja, lyfta, leggja aftur eða framkvæma aðrar athafnir í samræmi við reglu,
Styðja sig við kylfu til að hvíla sig, halda jafnvægi eða forðast fall, eða
Slá í sandinn í gremju eða bræði.
Þó fær leikmaðurinn almenna vítið ef athafnir hans við að snerta sandinn bætaaðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið, andstætt reglu 8.1a. (sjá einnig reglur 8.2 og 8.3 varðandi takmarkanir á að bæta eða gera verri aðrar áþreifanlegar aðstæður sem hafa áhrif á leik).(3) Engar takmarkanir eftir að bolta er leikið úr glompu. Eftir að bolta í glompu hefur verið leikið og boltinn er utan glompunnar, eða leikmaðurinn hefur tekið eða ætlar að taka lausn utan glompunnar, má leikmaðurinn:
Snerta sand í glompunni, vítalaust, samkvæmt reglu 12.2b(1) og
Slétta sand í glompunni til að halda vellinum snyrtilegum, vítalaust, samkvæmt reglu 8.1a.
Þetta á einnig við þótt boltinn stöðvist utan glompunnar og:
Leikmaðurinn verður eða má, samkvæmt reglunum, taka fjarlægðarlausn með því að láta bolta falla innan glompunnar, eða
Sandurinn í glompunni er í leiklínu leikmannsins vegna næsta höggs utan glompunnar.
Hins vegar ef bolti sem hefur verið leikið úr glompu hafnar aftur í glompunni, leikmaðurinn tekur lausn með því að láta bolta falla innan glompunnar eða ákveður taka ekki lausn utan glompunnar gilda takmarkanirnar í reglum 12.2b(1) og 8.1a að nýju varðandi þann bolta í leik í glompunni.Víti fyrir brot á reglu 12.2: Almennt víti.
12.3
Sérstakar reglur um lausn vegna bolta í glompu
Þegar bolti er í glompu kunna sérstakar lausnarreglur að gilda undir eftirfarandi kringumstæðum:
Truflun af óeðlilegum vallaraðstæðum (regla 16.1c),
Truflun vegna hættulegra dýraaðstæðna (regla 16.2), og
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...