Prenta hluta
12
Glompur
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. Til að tryggja að leikmaðurinn takist á við þessa áskorun eru nokkrar takmarkanir á að snerta sandinn áður en höggið er slegið og um hvar megi taka lausn ef bolti er í glompu.
12
Glompur
12.1

Hvenær bolti er í glompu

Bolti er í glompu þegar einhver hluti boltans:
  • Snertir sandinn á jörðinni innan jaðars glompunnar, eða
  • Er innan jaðars glompunnar og liggur:
    • Á jörðinni þar sem sandur er að öllu jöfnu (til dæmis þegar sandur hefur fokið eða skolast í burtu af vindi eða vatni), eða
    • Í eða á lausung, hreyfanlegri hindrun, óeðlilegum vallaraðstæðum eða hluta vallarins, sem snertir sand í glompunni eða er á jörðinni þar sem sandur er að öllu jöfnu.
Ef bolti liggur á jarðvegi eða grasi eða öðrum náttúrulegum hlutum sem vaxa eða eru fastir innan jaðars glompunnar, án þess að snerta neinn sand, er boltinn ekki í glompunni. Ef hluti boltans er bæði í glompu og á öðru svæði vallarins, sjá reglu 2.2c.
12.2

Að leika bolta í glompu

Þessi regla á bæði við á meðan umferð er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a.
12.2a

Að fjarlægja lausung og hreyfanlegar hindranir

Áður en bolta er leikið í glompu má leikmaður fjarlægja lausung samkvæmt reglu 15.1 og hreyfanlegar hindranir samkvæmt reglu 15.2. Þetta á einnig við um eðlilega snertingu eða hreyfingu á sandinum í glompunni, sem gerist við það.
12.2b

Takmarkanir á að snerta sand í glompu

(1) Hvenær snerting á sandi leiðir til vítis. Áður en leikmaðurinn slær högg að bolta í glompu má leikmaðurinn ekki:
  • Vísvitandi snerta sand í glompunni með hönd, kylfu, hrífu eða öðrum hlutum til að prófa ástand sandsins og öðlast þannig upplýsingar fyrir næsta högg, eða
  • Snerta sand í glompunni með kylfu:
    • Á svæðinu beint framan eða aftan við boltann (nema eins og leyft er í reglu 7.1a við að leita á eðlilegan hátt að boltanum eða í reglu 12.2a við að fjarlægja lausung eða hreyfanlega hindrun),
    • Í æfingasveiflu, eða
    • Í aftursveiflunni fyrir högg.
Sjá reglu 25.2f (breytingar á reglu 12.2b(1) fyrir blinda leikmenn), reglu 25.4l (beiting reglu 12.2b(1) vegna leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki). (2) Hvenær snerting á sandi leiðir ekki til vítis. Að því frátöldu sem lýst er í (1), bannar þessi regla leikmanninum ekki að snerta sand í glompunni á einhvern annan hátt, svo sem við að:
  • Grafa fæturna niður við að taka sér stöðu fyrir æfingasveiflu eða fyrir höggið,
  • Slétta glompuna til að halda vellinum snyrtilegum,
  • Leggja kylfur, útbúnað eða aðra hluti í glompuna (hvort sem er með því að kasta þeim eða leggja þá niður),
  • Mæla, merkja, lyfta, leggja aftur eða framkvæma aðrar athafnir í samræmi við reglu,
  • Styðja sig við kylfu til að hvíla sig, halda jafnvægi eða forðast fall, eða
  • Slá í sandinn í gremju eða bræði.
Þó fær leikmaðurinn almenna vítið ef athafnir hans við að snerta sandinn bæta aðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið, andstætt reglu 8.1a. (sjá einnig reglur 8.2 og 8.3 varðandi takmarkanir á að bæta eða gera verri aðrar áþreifanlegar aðstæður sem hafa áhrif á leik). (3) Engar takmarkanir eftir að bolta er leikið úr glompu. Eftir að bolta í glompu hefur verið leikið og boltinn er utan glompunnar, eða leikmaðurinn hefur tekið eða ætlar að taka lausn utan glompunnar, má leikmaðurinn:
  • Snerta sand í glompunni, vítalaust, samkvæmt reglu 12.2b(1) og
  • Slétta sand í glompunni til að halda vellinum snyrtilegum, vítalaust, samkvæmt reglu 8.1a.
Þetta á einnig við þótt boltinn stöðvist utan glompunnar og:
  • Leikmaðurinn verður eða má, samkvæmt reglunum, taka fjarlægðarlausn með því að láta bolta falla innan glompunnar, eða
  • Sandurinn í glompunni er í leiklínu leikmannsins vegna næsta höggs utan glompunnar.
Hins vegar ef bolti sem hefur verið leikið úr glompu hafnar aftur í glompunni, leikmaðurinn tekur lausn með því að láta bolta falla innan glompunnar eða ákveður taka ekki lausn utan glompunnar gilda takmarkanirnar í reglum 12.2b(1) og 8.1a að nýju varðandi þann bolta í leik í glompunni. Víti fyrir brot á reglu 12.2: Almennt víti.
12.3

Sérstakar reglur um lausn vegna bolta í glompu

Þegar bolti er í glompu kunna sérstakar lausnarreglur að gilda undir eftirfarandi kringumstæðum:
SKOÐA FLEIRA
Regla 1Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
Tilgangur reglu: Í reglu 1 er eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins lýst: Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggu...
Lesa meira