Tilgangur reglu: Regla 7 leyfir leikmanninum að viðhafa hóflegar athafnir til að leita að bolta sínum í leik eftir hvert högg.
Leikmaðurinn þarf samt að fara varlega, því hann mun fá víti ef hann fer óhóflega að og veldur betrumbótum á aðstæðum fyrir næsta högg sitt.
Leikmaðurinn fær ekki víti þótt boltinn hreyfist af slysni þegar leitað er að honum eða reynt að þekkja hann, en verður þá að leggja boltann aftur á upphaflegan stað.
7
Leit að bolta: Að finna og þekkja bolta
7.1
Hvernig leita á að bolta á eðlilegan hátt
7.1a
Leikmaður má viðhafa hóflegar athafnir til að finna og þekkja bolta
Leikmaðurinn er ábyrgur fyrir að finna bolta sinn í leik eftir hvert högg.Leikmaðurinn má leita á eðlilegan hátt að boltanum með því að viðhafa hóflegar athafnir til að finna hann og þekkja, svo sem:
Hreyfa við sandi og vatni, og
Hreyfa og beygja gras, runna, trjágreinar og aðra náttúrlega hluti sem vaxa eða eru fastir, ásamt því að brjóta slíka hluti, en aðeins ef það gerist við aðrar hóflegar athafnir til að finna og þekkja boltann.
Ef slíkar hóflegar athafnir við eðlilega leit bæta aðstæður sem hafa áhrif á höggið:
Er það vítalaust samkvæmt reglu 8.1a ef bótin orsakast af eðlilegri leit.
Hins vegar, ef bótin orsakast af athöfnum sem ganga lengra en er hóflegt við eðlilega leit fær leikmaðurinn almenna vítið fyrir brot á reglu 8.1a.
Við að leita að boltanum og reyna að þekkja hann má leikmaðurinn fjarlægja lausung, eins og fram kemur í reglu 15.1 og má fjarlægja hreyfanlegar hindranir, eins og fram kemur í reglu 15.2.
7.1b
Hvað gera á ef sandur sem hefur áhrif á legu bolta leikmanns er hreyfður við að reyna að finna boltann eða þekkja hann
Leikmaðurinn verður að endurgera upphaflegu leguna í sandinum, en má skilja lítinn hluta boltans eftir sýnilegan ef boltinn var hulinn sandi.
Ef leikmaðurinn leikur boltanum án þess að hafa endurgert upphaflegu leguna fær hann almenna vítið.
7.2
Hvernig þekkja á bolta
Þegar bolti leikmanns er kyrrstæður má þekkja hann á einhvern eftirfarandi vegu:
Af leikmanninum eða einhverjum öðrum sem sér bolta stöðvast undir kringumstæðum þar sem vitað er að þetta er bolti leikmannsins.
Með því að sjá auðkenni leikmannsins á boltanum (sjá reglu 6.3a). Þó á þetta ekki við ef annar eins bolti með sömu auðkennum finnst einnig á sama svæði.
Með því að finna bolta af sömu tegund, sömu gerð, með sama númeri og í sama ástandi og bolti leikmannsins, á svæði þar sem reiknað er með að bolti leikmannsins liggi ,þó á þetta ekki við ef annar eins bolti liggur á sama svæði og ómögulegt er að sjá hvor er bolti leikmannsins).
Ef ekki er hægt greina á milli varabolta leikmanns og upphaflegs bolta hans, sjá reglu 18.3c(2).
7.3
Að lyfta bolta til að þekkja hann
Ef bolti gæti verið bolti leikmanns, en ekki er hægt að þekkja boltann þar sem hann liggur:
Má leikmaðurinn lyfta boltanum til að þekkja hann (þar á meðal með því að snúa honum), en:
Fyrst verður að merkja, staðsetningu boltans og ekki má hreinsa boltann meira en nauðsynlegt er til að þekkja hann (nema á flötinni) (sjá reglu 14.1).
Ef boltinn sem var lyft er bolti leikmannsins eða bolti annars leikmanns verður að leggja boltann aftur á upphaflega staðinn (sjá reglu 14.2).Ef leikmaðurinn lyftir bolta sínum samkvæmt þessari reglu þegar slíkt er óþarft til að þekkja boltann (nema á flötinni þar sem leikmaðurinn má lyfta boltanum samkvæmt reglu 13.1b), merkir ekki staðsetningu boltans áður en honum er lyft eða hreinsar boltann þegar það má ekki, fær leikmaðurinn eitt vítahögg.Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 7.3: Almennt víti samkvæmt reglu 14.7a.
7.4
Bolti hreyfður af slysni við að reyna að finna hann eða þekkja hann
Það er vítalaust þótt leikmaðurinn, mótherji hans eða einhver annar hreyfi óvart bolta leikmannsins við að reyna að finna boltann eða þekkja hann. Hins vegar, ef leikmaðurinn veldur því að bolti hans hreyfist áður en leikmaðurinn byrjar leit að boltanum fær leikmaðurinn eitt vítahögg samkvæmt reglu 9.4b.Í þessari reglu þýðir „af slysni“ meðal annars ef einhver veldur því að bolti hreyfist þegar viðhafðar eru hóflegar athafnir við leit að boltanum, athafnir sem voru líklegar til að leiða staðsetningu boltans í ljós með því að hreyfa hann (svo sem með því að sveifla fótum í háu grasi eða hrista tré). Ef þetta gerist verður að leggja boltann aftur á upphaflegan stað (sem verður að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2). Þegar það er gert:
Ef boltinn lá ofan á, undir eða upp að óhreyfanlegri hindrun, hluta vallar, vallarmarkahlut eða náttúrulegum hlut sem vex eða er fastur, verður að leggja boltann aftur á upphaflega staðinn, ofan á, undir eða upp að slíkum hlut (sjá reglu 14.2c).
Ef boltinn var hulinn sandi verður að endurgera upphaflega legu boltans og leggja verður boltann aftur í þá legu (sjá reglu 14.2d(1)). Þó má leikmaðurinn skilja lítinn hluta boltans eftir sýnilegan.
Sjá einnig reglu 15.1a (takmarkanir á að fjarlægja vísvitandi tiltekna lausung áður en bolti er lagður aftur).Víti fyrir brot á reglu 7.4: Almennt víti.
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...