Prenta hluta
23
Fjórleikur
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji leikur sínum bolta. Skor liðsins á holu er lægra skor samherjanna á þeirri holu.
23
Fjórleikur
23.1

Yfirlit um fjórleik

Fjórleikur er leikform (í holukeppni eða höggleik) þar sem samherjar koma við sögu:
  • Tveir samherjar keppa saman sem lið og hvor leikmaður leikur sínum bolta.
  •  Skor liðsins á holu er lægra skor samherjanna tveggja á holunni. 
 Reglur 1-20 gilda um þetta leikform, með þeim frávikum sem fram koma í þessum sérreglum. Afbrigði þessa er form holukeppni sem kallast besti bolti, þar sem stakur leikmaður keppir gegn liði tveggja eða þriggja samherja og hver samherjanna leikur eigin bolta samkvæmt reglunum, með þeim frávikum sem eru í þessum sérreglum. (Varðandi besta bolta með þremur samherjum í liði merkja tilvísanir til hins samherjans báða hina samherjana).
23.2

Skor í fjórleik

23.2a

Skor liðs á holu í holukeppni og höggleik

  • Þegar báðir samherjarnir leika í holu eða ljúka holu á annan hátt samkvæmt reglunum. Lægra skorið er skor liðsins á holunni.
  • Þegar aðeins annar samherjinn leikur í holu eða lýkur holu á annan hátt samkvæmt reglunum. Skor þess samherja er skor liðsins á holunni. Hinn samherjinn þarf ekki að leika í holu.
  • Þegar hvorugur samherjinn leikur í holu eða lýkur holu á annan hátt samkvæmt reglunum. Liðið hefur ekkert skor á holunni, sem merkir að:
    • Í holukeppni hefur liðið tapað holunni, nema hitt liðið hafi þegar gefið holuna eða tapað henni á annan hátt.
    • Í höggleik fær liðið frávísun nema mistökin séu leiðrétt í tíma samkvæmt reglu 3.3c.
23.2b

Skorkort liðs í höggleik

(1) Ábyrgð liðsins. Skrá verður brúttóskor liðsins á hverri holu á eitt skorkort. Fyrir hverja holu:
  • Verður að skrá á skorkortið brúttóskor að minnsta kosti annars samherjans.
  • Það er vítalaust þótt skor fleiri samherja séu skráð á skorkortið.
  • Hvert skor á skorkortinu verður að vera skýrlega auðkennt sem skor þess samherja sem átti skorið. Ef þetta er ekki gert fær liðið frávísun.
  • Ekki er nóg að auðkenna skorið sem almennt skor liðsins.
Aðeins annar samherjanna þarf að staðfesta skor holanna á skorkorti liðsins samkvæmt reglu 3.3b(2). (2) Ábyrgð nefndarinnar. Nefndin er ábyrg fyrir að ákvarða hvaða skor gildi fyrir liðið á hverri holu, þar á meðal að beita forgjöf í forgjafarkeppni:
  • Ef aðeins eitt skor er skráð á holu gildir það skor fyrir liðið.
  • Ef skor beggja samherjanna eru skráð á holu:
    • Ef skorin eru ólík gildir lægra skorið (brúttó eða nettó) á holunni fyrir liðið.
    • Ef bæði skorin eru eins má nefndin velja hvort skorið sem er. Ef í ljós kemur að skorið sem var notað er rangt af einhverri ástæðu mun nefndin nota hitt skorið.
Ef skorið sem gildir fyrir liðið er ekki skýrlega auðkennt sem skor þess samherja sem lék á því skori, eða ef sá samherji fær frávísun í tengslum við leik holunnar, fær liðið frávísun.
23.2c

Hvenær regla 11.2 á ekki við í fjórleik

Regla 11.2 á ekki við undir þessum kringumstæðum: Ef samherji leikmanns hefur þegar lokið holu og bolti leikmannsins er á hreyfingu og þarf að hafna í holu til að hafa þau áhrif að fækka höggum liðsins á holunni og einhver vísvitandi sveigir boltann úr leið eða stöðvar hann þegar engar raunhæfar líkur eru á að boltinn geti hafnað í holu er það vítalaust gagnvart þeim einstaklingi og bolti leikmannsins gildir ekki fyrir liðið.
23.3

Hvenær umferð hefst og lýkur. Hvenær holu lýkur

23.3a

Hvenær umferð hefst

Umferð liðs hefst þegar annar samherjanna slær högg til að hefja leik á fyrstu holu sinni.
23.3b

Hvenær umferð lýkur

Umferð liðs lýkur:
  • Í holukeppni, þegar:
    • Annað hvort liðið hefur unnið leikinn (sjá reglu 3.2a(3)), eða
    • Leikurinn er jafn eftir lokaholuna og keppnisskilmálar kveða á um að leikur geti endað með jafntefli (sjá reglu 3.2a(4)).
  • Í höggleik, þegar liðið lýkur síðustu holunni, annaðhvort með því að báðir samherjarnir leika í holu (þar með talið með því að leiðrétta mistöku, svo sem samkvæmt reglu 6.1 eða 14.7b) eða þegar annar samherjinn leikur í holu á síðustu holunni og hinn samherjinn kýs að gera það ekki.
23.3c

Hvenær holu lýkur

(1) Holukeppni. Lið hefur lokið holu þegar:
  • Báðir samherjarnir hafa leikið í holu eða næsta högg þeirra hefur verið gefið,
  • Annar samherjinn hefur leikið í holu eða næsta högg hans hefur verið gefið og samherji hans hefur annaðhvort valið að leika ekki í holu eða hefur skor sem getur ekki gilt fyrir liðið, eða
  • Úrslit holunnar eru ljós (svo sem þegar skor annars liðsins er lægra en hitt liðið getur mögulega fengið).
(2) Höggleikur. Lið hefur lokið holu þegar annar samherjanna hefur leikið í holu og hinn samherjinn hefur leikið í holu, valið að gera það ekki eða hefur fengið frávísun fyrir holuna.
23.4

Annar eða báðir samherjar mega koma fram fyrir hönd liðsins

Annar samherjanna má koma fram fyrir hönd liðsins, hluta umferðarinnar eða alla umferðina. Ekki er nauðsynlegt að báðir samherjarnir séu til staðar eða, ef báðir eru til staðar, að báðir leiki á hverri holu. Ef samherji er fjarverandi og mætir síðan til leiks má sá samherji einungis hefja leik fyrir liðið á milli hola. Það merkir:
  • Holukeppni – Áður en einhver leikmaður í leiknum hefur leik á holu. Ef samherjinn mætir eftir að leikmaður úr öðru hvoru liðinu í leiknum hefur hafið leik á holu má sá samherji ekki leika fyrir liðið fyrr en á næstu holu.
  • Höggleikur – Áður en hinn samherjinn hefur leik á holu. Ef samherjinn mætir eftir að hinn samherjinn hefur hafið leik á holu má samherjinn sem var að mæta ekki leika fyrir liðið fyrr en á næstu holu.
Samherji sem er að mæta og má ekki leika á holu má samt gefa samherja sínum ráð og aðhafast annað fyrir samherja sinn á þeirri holu (sjá reglur 23.5a og 23.5b). Víti fyrir að slá högg þegar leikmaður má ekki leika holuna, í andstöðu við reglu 23.4: Almennt víti.
23.5

Athafnir leikmanns sem hafa áhrif á leik samherja

23.5a

Leikmaður má gera hvað sem er varðandi bolta samherjans sem samherjinn má gera

Þótt hvor leikmaður í liði verði að leika sínum bolta:
  • Má leikmaður gera hvað sem er varðandi bolta samherjans sem samherjinn má gera áður en högg er slegið, svo sem að merkja staðsetningu boltans, lyfta boltanum, leggja boltann aftur, láta hann falla eða leggja hann.
  • Mega leikmaður og kylfuberi leikmannsins aðstoða samherjann á hvern þann hátt sem kylfubera samherjans er heimilt að aðstoða (svo sem að gefa ráð eða óska eftir ráðleggingu og aðhafast annað það sem leyft er í reglu 10), en mega ekki aðstoða á neinn þann hátt sem kylfubera samherjans er bannað samkvæmt reglunum.
Í höggleik mega samherjar ekki sammælast um að skilja bolta eftir á flötinni til að aðstoða annan hvorn þeirra eða einhvern annan leikmann (sjá reglu 15.3a).
23.5b

Samherji er ábyrgur fyrir athöfnum leikmanns

Litið er á allar athafnir leikmannsins varðandi bolta eða útbúnað samherja hans eins og þær hafi verið framkvæmdar af samherjanum. Ef athafnir leikmannsins myndu leiða til reglubrots ef þær væru framkvæmdar af samherjanum:
  • Er samherjinn brotlegur við regluna og fær viðeigandi víti (sjá reglu 23.9a).
  • Dæmi um þetta eru þegar leikmaður brýtur reglurnar með því að:
    • Bæta aðstæðurnar sem hafa áhrif á höggið sem samherjinn mun slá,
    • Valda því af slysni að bolti samherjans hreyfist, eða
    • Merkja ekki legu bolta samherjans áður en honum er lyft.
Þetta nær einnig til athafna kylfubera leikmannsins varðandi bolta samherjans sem myndu leiða til reglubrots ef þær væru framkvæmdar af samherjanum eða kylfubera samherjans. Ef athafnir leikmannsins eða kylfubera leikmannsins hafa áhrif á leik bæði bolta leikmannsins og bolta samherjans, sjá reglu 23.9a(2) varðandi hvenær báðir samherjarnir fá víti.
23.6

Leikröð liðs

Samherjar mega leika í þeirri röð sem liðið telur best. Þetta þýðir að þegar kemur að leikmanni að leika samkvæmt reglu 6.4a (holukeppni) eða 6.4b (höggleikur) má annaðhvort leikmaðurinn eða samherji hans leika næst. Undantekning – Leikið áfram á holu eftir að högg er gefið í holukeppni:
  • Leikmaður má ekki halda áfram leik á holu eftir að næsta högg leikmannsins hefur verið gefið, ef það myndi aðstoða samherja hans.
  • Geri leikmaðurinn það samt sem áður gildir skor hans á holunni, vítalaust, en skor samherjans á holunni getur ekki gilt fyrir liðið.
23.7

Samherjar mega deila kylfum

Reglu 4.1b(2) er breytt til að leyfa samherjum að deila kylfum, svo fremi að heildarfjöldi kylfanna sem þeir deila sé ekki meiri en 14.
23.8

Takmarkanir á að leikmaður standi aftan við samherja þegar högg er slegið

Til viðbótar þeim takmörkunum sem settar eru í reglu 10.2b(4) má leikmaður ekki standa á eða nærri framlengingu leiklínunnar aftan við boltann þegar samherji hans er að slá högg, til að öðlast upplýsingar um næsta högg leikmannsins. Víti fyrir brot á reglu 23.8: Almennt víti.
23.9

Hvenær víti nær aðeins til annars samherjans eða til beggja samherjanna

Þegar leikmaður fær víti fyrir brot á reglu getur vítið annaðhvort náð einungis til þess leikmanns eða til beggja samherjanna (þ.e. til liðsins). Þetta fer eftir vítinu og leikforminu:
23.9a

Önnur víti en frávísun

(1) Oftast er vítum einungis beitt gagnvart leikmanni, ekki samherja. Þegar leikmaður fær annað víti en frávísun nær vítið venjulega aðeins til leikmannsins en ekki samherja hans, nema undir þeim kringumstæðum sem lýst er í (2).
  • Vítahöggum er aðeins bætt við skor leikmannsins, ekki skor samherjans.
  • Leikmaður sem fær almenna vítið (holutap) í holukeppni hefur ekkert skor sem getur gilt fyrir liðið á þeirri holu. Þó hefur þetta víti engin áhrif á samherjann sem má halda leik áfram fyrir liðið á þeirri holu.
(2) Þrennar kringumstæður þar sem víti leikmanns nær einnig til samherjans.
  • Þegar leikmaður brýtur reglu 4.1b (hámark 14 kylfur, kylfum deilt, bætt við kylfum eða skipt um kylfur). Í holukeppni fær liðið vítið (breyting á stöðu leiksins) og í höggleik fær samherjinn sama víti og leikmaðurinn.
  • Þegar brot leikmanns aðstoðar samherjann við leik hans. Bæði í holukeppni og höggleik fær samherjinn sama víti og leikmaðurinn.
  • Í holukeppni, þegar brot leikmanns skaðar mótherjann við leik hans. Samherjinn fær sama víti og leikmaðurinn.
Undantekning – Leikmaður sem slær högg að röngum bolta telst ekki hafa aðstoðað við leik samherja eða skaðað leik mótherja:
  • Leikmaðurinn einn (ekki samherjinn) fær almenna vítið fyrir brot á reglu 6.3c.
  • Þetta á við hvort sem boltinn sem var leikið sem röngum bolta tilheyrir samherjanum, mótherja eða einhverjum öðrum.
23.9b

Frávísunarvíti

(1) Þegar brot annars samherjans leiðir til frávísunar liðsins. Lið fær frávísun ef annar samherjanna fær frávísunarvíti vegna einhverra eftirfareandi reglna: Eingöngu í holukeppni: Eingöngu í höggleik: (2) Þegar brot beggja samherja leiðir til frávísunar liðsins. Lið fær frávísun ef báðir samherjarnir fá frávísunarvíti vegna einhverra eftirfarandi reglna:
  • Regla 5.3 Að hefja og ljúka umferð
  • Regla 5.4 Leikið í ráshópum
  • Regla 5.7a Hvenær leikmenn mega eða verða að stöðva leik
  • Regla 5.7c Hvað leikmenn verða að gera þegar leikur hefst að nýju
Eingöngu í höggleik: Lið fær frávísun ef báðir samherjarnir fá frávísunarvíti á sömu holunni, vegna einhverrar samsetningar eftirfarandi reglna: (3) Þegar brot annars leikmannsins merkir að leikmaðurinn hefur ekki gilt skor á holu. Undir öllum öðrum kringumstæðum þegar leikmaður brýtur reglu sem hefur í för með sér frávísunarvíti fær leikmaðurinn ekki frávísun heldur getur skor hans á holunni þar sem brotið átti sér stað ekki gilt fyrir liðið. Í holukeppni, ef báðir samherjarnir brjóta slíka reglu á sömu holunni, þá hefurliðið tapað holunni.
SKOÐA FLEIRA
Regla 1Leikurinn, hegðun leikmannsins og reglurnar
Tilgangur reglu: Í reglu 1 er eftirfarandi undirstöðuatriðum leiksins lýst: Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum og boltanum eins og hann liggu...
Lesa meira