Að undirbúa og slá högg. Ráðlegging og aðstoð. Kylfuberar
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öðrum (svo sem kylfuberum). Undirstöðuatriðið er að golf er leikur færni og persónulegra áskorana.
10
Að undirbúa og slá högg. Ráðlegging og aðstoð. Kylfuberar
10.1
Að slá högg
Tilgangur reglu: Regla 10.1 fjallar um hvernig eigi að slá högg og um nokkrar athafnir sem eru bannaðar í tengslum við það. Högg er slegið með því að slá boltann hreinlega með kylfuhausnum. Grunnáskorunin felst í að stýra hreyfingu allrar kylfunnar með frjálsri sveiflu, án þess að festa kylfuna.
10.1a
Að slá boltann hreinlega
Við að slá högg:
Verður leikmaðurinn að slá boltann hreinlega með kylfuhausnum, þannig að kylfan snerti boltann aðeins í augnablik, og ekki má ýta, krafsa eða skófla boltanum.
Ef kylfa leikmannsins hittir boltann óvart oftar en einu sinni telst það aðeins eitt högg og er vítalaust.
10.1b
Að festa kylfuna
Við að slá högg má leikmaðurinn ekki festa kylfuna, hvorki:
Beint, með því að halda kylfunni eða griphönd upp að einhverjum líkamshluta (þó má leikmaðurinn halda kylfunni eða griphönd upp að hönd eða framhandlegg), né
Óbeint, með „festipunkti“, með því að halda framhandlegg upp að einhverjum líkamshluta, til að nota griphöndina sem fastan punkt sem hin höndin getur sveiflað kylfunni um.
Ef kylfa leikmannsins, griphönd eða framhandleggur snerta líkamann eða klæðnað aðeins lítillega á meðan högg er slegið, án þess að vera haldið upp að líkamanum, er ekki um brot að ræða á reglunni.Í skilningi þessarar reglu merkir „framhandleggur“ handlegg neðan við olnboga, að úlnlið meðtöldum.
MYND 10.1b: AÐ FESTA KYLFUNA
Sjá reglur 25.3b og 25.4h (breyting á reglu 10.1b vegna aflimaðra leikmanna og leikmanna sem nota hreyfihjálpartæki).
10.1c
Að slá högg og standa um leið yfir eða í leiklínu
Leikmaðurinn má ekki slá högg úr stöðu með fæturna vísvitandi sitt hvoru megin við leiklínuna, eða með annan fótinn vísvitandi í leiklínunni, eða framlengingu hennar aftan við boltann.Í þessari reglu einni innifelur leiklínan ekki hæfilega fjarlægð til hliðanna.Undantekning – Það er vítalaust ef slík staða er tekin af slysni eða til að forðast leiklínu annars leikmanns.Sjá reglu 25.4i(ef leikmenn nota hreyfihjálpartæki nær breyting á reglu 10.1c einnig til stöðu sem tekin er með slíkum búnaði).
10.1d
Að leika bolta á hreyfingu
Leikmaður má ekki slá högg að bolta á hreyfingu:
Bolti í leik er „á hreyfingu“ þegar hann er ekki kyrrstæður.
Ef bolti sem hefur stöðvast veltur á staðnum (stundum nefnt að titra) en helst á eða færist aftur á upphaflegan stað er litið svo á að boltinn sé kyrrstæður, en ekki á hreyfingu.
Þó eru þrjár undantekningar sem leiða ekki til vítis:Undantekning 1 – Bolti byrjar að hreyfast eftir að leikmaður byrjar aftursveiflu fyrir högg: Að slá högg að bolta á hreyfingu undir þessum kringumstæðum úrskurðast samkvæmt reglu 9.1b, ekki þessari reglu.Undantekning 2 – Bolti fellur af tíi: Að slá högg að bolta sem fellur af tíi úrskurðast samkvæmt reglu 6.2b(5), ekki þessari reglu.Undantekning 3 – Bolti hreyfist í vatni: Þegar bolti hreyfist í tímabundnu vatni eða í vatni innan vítasvæðis má leikmaðurinn:
Slá högg að boltanum sem er á hreyfingu, vítalaust, eða
Taka lausn samkvæmt reglu 16.1 eða 17 og má lyfta boltanum sem er á hreyfingu.
Í hvorugu tilfelli má leikmaðurinn tefja leik um of (sjá reglu 5.6a) til að láta vind eða straum færa boltann á betri stað.Víti fyrir að slá högg andstætt reglu 10.1: Almennt víti.Í höggleik gildir högg sem er slegið í andstöðu við þessa reglu og leikmaðurinn fær tvö vítahögg.
10.2
Ráðlegging og önnur aðstoð
Tilgangur reglu: Ein grundvallaráskorun leikmannsins er að ákveða hvaða leikáætlun og tækni eigi að beita. Því eru takmörk fyrir því hvaða ráðleggingar og hjálp leikmaðurinn má þiggja á meðan umferð er leikin.
10.2a
Ráðlegging
Á meðan umferð er leikin má leikmaður ekki:
Ráðleggja neinum í keppninni sem er að leika á vellinum.
Biðja neinn um ráð, nema kylfubera sinn, eða
Snerta útbúnað annars leikmanns til að öðlast upplýsingar sem teldust ráðlegging ef þær væru veittar, eða þeirra óskað, af hinum leikmanninum (svo sem með því að snerta kylfur eða golfpoka leikmannsins til að sjá hvaða kylfu er verið að nota).
Þetta á ekki við áður en umferð hefst, á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a eða á milli umferða í keppni.Víti fyrir brot á reglu 10.2a: Almennt víti.Bæði í holukeppni og höggleik er vítinu beitt þannig:
Leikmaður biður um eða gefur ráð þegar annar hvor leikmaðurinn er að leika holu. Leikmaðurinn fær almenna vítið á holunni sem hann er að leika eða var að ljúka.
Leikmaður biður um eða gefur ráð þegar báðir leikmennirnir eru á milli hola. Leikmaðurinn fær almenna vítið á næstu holu.
Sjá reglur 22, 23 og 24 (í leikformum þar sem samherjar koma við sögu má leikmaðurinn ráðleggjasamherja sínum eða kylfuberasamherjans og má biðja um ráð frá samherjanum eða kylfuberasamherjans).
10.2b
Önnur aðstoð
(1) Að fá aðstoð frá kylfubera varðandi leiklínu eða aðrar stefnuupplýsingar. Eftirfarandi takmarkanir ná til kylfubera sem aðstoðar leikmanninn varðandi leiklínu eða kylfubera sem aðstoðar með aðrar stefnuupplýsingar:
Kylfuberinn má ekki leggja niður neinn hlut til að veita slíka aðstoð (og leikmaðurinn losnar ekki við víti þótt hann fjarlægi hlutinn áður en höggið er slegið).
Á meðan höggið er slegið má kylfuberinn ekki:
Standa þannig að leikmaðurinn eigi að slá í stefnu á kylfuberann, eða
Gera neitt annað til að veita slíka aðstoð (svo sem að benda á stað á jörðinni).
Kylfuberinn má ekki standa á svæðinu sem lýst er í reglu 10.2b(4).
Þó bannar þessi regla kylfuberanum ekki að standa nærri holunni til að gæta flaggstangarinnar.(2) Að fá aðstoð frá einhverjum öðrum einstaklingi en kylfubera sínu varðandi leiklínu eða aðrar stefnuupplýsingar. Leikmaðurinn má ekki fá neina aðra aðstoð varðandi leiklínu eða stefnuupplýsingar frá öðrum einstaklingi en kylfubera sínum en hér er lýst:
Einstaklingurinn má aðstoða með því að upplýsa leikmanninn um atriði sem eru á almennu vitorði (svo sem að benda á tré sem ætlað er að vísa á miðlínu brautar í blindu höggi).
Ef bolti leikmannsins er ekki á flötinni má einstaklingurinn standa þannig að leikmaðurinn eigi að slá í stefnu á einstaklinginn, en einstaklingurinn verður að víkja frá áður en höggið er slegið.
Þó bannar þessi regla engum að standa nærri holunni til að gæta flaggstangarinnar.
(3) Ekki má leggja niður hluti til aðstoðar við miðun, að taka stöðu eða sveiflu. Leikmaður má ekki leggja niður neinn hlut til að aðstoða við mið eða við að taka stöðu fyrir högg (svo sem að leggja kylfu á jörðina til að sýna hvert leikmaðurinn eigi að miða eða stilla fótum).Að „leggja niður hlut“ merkir að hluturinn snertir jörðina og leikmaðurinn snertir ekki hlutinn.Ef leikmaður brýtur þessa reglu losnar hann ekki undan víti með því að fjarlægja hlutinn áður en höggið er slegið.Þessi regla nær einnig til athafna í svipuðum tilgangi, svo sem að leikmaður striki í sand eða dögg til aðstoðar við sveiflu.Þessi regla nær ekki til boltamerkis þegar það er notað til að merkja staðsetningu bolta eða til bolta sem er lagður niður. Fjallað er um boltamerki sem fellur að skilgreiningu á miðunarbúnaði í útbúnaðarreglunum í reglu 4.3.Sjá reglu 25.2c (breyting á reglu 10.2b(3) vegna blindra leikmanna).(4) Svæði með takmörkunum gagnvart kylfubera, áður en leikmaður slær högg. Þegar leikmaður byrjar að taka sér stöðu fyrir högg (sem merkir að hann hefur komið að minnsta kosti öðrum fætinum fyrir í þeirri stöðu) og þar til höggið hefur verið slegið eru takmarkanir á því hvenær og hvers vegna kylfuberi leikmannsins má vísvitandi standa á eða nærri framlengingu leiklínunnar aftan við boltann (þ.e. á „takmarkandi svæðinu“), þannig:
Mið. Kylfuberinn má ekki standa á takmarkandi svæðinu til að aðstoða leikmanninn við mið. Með því er m.a. átt við ef kylfuberinn stígur í burtu án þess að segja neitt en gefur þar með leikmanninum til kynna að hann sé með rétt mið. Þó er vítalaust ef leikmaðurinn stígur upp úr stöðunni áður en hann slær höggið og kylfuberinn færir sig af takmarkandi svæðinu áður en leikmaðurinn byrjar að taka sér stöðu að nýju fyrir höggið.
Önnur aðstoð en við mið. Ef kylfuberinn aðstoðar leikmanninn við eitthvað annað en miðun (svo sem að athuga hvort kylfa leikmannsins muni hitta nálægt tré í aftursveiflunni) má kylfuberinn standa á takmarkandi svæðinu, en því aðeins að kylfuberinn stígi frá áður en höggið er slegið og að þetta sé ekki hluti af venjulegu vanaferli.
Það er vítalaust ef kylfuberinn stóð óvart á takmarkandi svæðinu.Þessi regla bannar leikmanni ekki að fá aðstoð með því að einhver einstaklingur annar en kylfuberi leikmannsins standi á takmarkandi svæðinu til að fylgjast með flugi boltans.Sjá reglur 22, 23 og 24 (í leikformum þar sem samherjar og ráðgjafar koma við sögu ná sömu takmarkanir til samherja leikmanns, kylfuberasamherjans og sérhvers ráðgjafa).Sjá reglu 25.2d (breyting á reglu 10.2b(4) vegna blindra leikmanna).(5) Áþreifanleg aðstoð, að eyða truflunum og skjól fyrir höfuðskepnunum. Leikmaður má ekki slá högg:
Á meðan hann þiggur áþreifanlega aðstoð frá kylfubera sínum eða einhverjum öðrum, eða
Á meðan kylfuberi hans, annar einstaklingur eða hlutur er vísvitandi staðsettur til að:
Eyða truflunum, eða
V eita skjól frá sólskini, regni, vindi eða öðrum höfuðskepnum.
Þessi regla bannar leikmanninum ekki að:
Aðhafast sjálfur til að verja sig fyrir höfuðskepnunum á meðan hann slær högg, svo sem með því að klæðast hlífðarfatnaði eða halda regnhlíf yfir höfði sínu, eða
Biðja einhvern annan einstakling sem leikmaðurinn hafði ekki fengið til að vera á ákveðnum stað um að vera kyrr eða að færa sig (svo sem þegar áhorfandi varpar skugga að bolta leikmannsins).
Víti fyrir brot á reglu 10.2b: Almennt víti.
10.3
Kylfuberar
Tilgangur reglu: Leikmaðurinn má hafa kylfubera til að bera kylfur leikmannsins, veita ráð og aðstoða leikmanninn á meðan umferðin er leikin. Þó eru takmörk fyrir því hvað kylfuberinn má gera. Leikmaðurinn er ábyrgur fyrir athöfnum kylfuberans á meðan umferðin er leikin og mun fá víti ef kylfuberinn brýtur reglurnar.
10.3a
Kylfuberi má aðstoða leikmanninn á meðan umferðin er leikin
(1) Leikmaður má aðeins hafa einn kylfubera í einu. Leikmaður má hafa kylfubera sem ber, flytur og annast um kylfur leikmannsins, gefur ráð og aðstoðar leikmanninn á annan hátt eins og leyft er á meðan umferðin er leikin, þó með eftirfarandi takmörkunum:
Leikmaðurinn má ekki hafa fleiri en einn kylfubera í senn.
Leikmaðurinn má skipta um kylfubera á meðan umferð er leikin en má ekki gera það tímabundið til þess eins að fá ráð frá nýja kylfuberanum.
Hvort sem leikmaðurinn hefur kylfubera eða ekki, er annar einstaklingur sem gengur eða ferðast með leikmanninum eða ber aðra hluti fyrir leikmanninn (svo sem regnfatnað, regnhlíf eða mat og drykk) ekki kylfuberi leikmannsins nema hann sé tilnefndur sem slíkur af leikmanninum eða ef hann ber einnig, flytur eða annast um kylfur leikmannsins.(2) Tveir eða fleiri leikmenn mega sameinast um kylfubera. Þegar álitamál rís um reglurnar í tengslum við tiltekna athöfn sameiginlegs kylfubera og ákveða þarf fyrir hönd hvaða leikmanns kylfuberinn aðhafðist:
Ef athöfn kylfuberans var framkvæmd að sérstökum fyrirmælum eins leikmannanna sem hann er kylfuberi fyrir, var athöfnin framkvæmd fyrir þann leikmann.
Ef enginn þessara leikmanna fyrirskipaði sérstaklega athöfnina er litið svo á að athöfnin hafi verið framkvæmd fyrir leikmanninn sem kylfuberinn sinnti og átti boltann sem kom við sögu.
Ef enginn leikmannanna sem sameinast um kylfuberann fyrirskipaði kylfuberanum sérstaklega athöfnina og enginn bolta þeirra kom við sögu hljóta allir leikmennirnir sem sameinast um kylfuberann vítið.
Sjá Verklag nefnda, hluta 8 og fyrirmynd staðarreglu H-1 (nefndin má setja staðarreglu sem bannar eða krefst notkunar kylfubera eða takmarkar val leikmannsins á kylfubera).Sjá reglur 25.2, 25.4 og 25.5 (leikmenn með tilteknar fatlanir mega einnig fá aðstoð frá aðstoðarmanni).Víti fyrir brot á reglu 10.3a:
Leikmaðurinn fær almenna vítið fyrir hverja holu þar sem hann nýtur aðstoðar fleiri en eins kylfubera í einu.
Ef brotið á sér stað eða heldur áfram á milli hola fær leikmaðurinn almenna vítið á næstu holu.
10.3b
Hvað kylfuberi má gera
Eftirfarandi eru dæmi um það sem kylfuberi má og má ekki gera:(1) Athafnir sem eru alltaf leyfðar. Kylfuberi má alltaf gera eftirfarandi þegar það er leyft samkvæmt reglunum:
Bera, flytja og annast um kylfur leikmannsins og annan útbúnað (þar á meðal að aka golfbíl eða ýta golfkerru).
Fjarlægja lausung og hreyfanlegar hindranir (reglur 15.1 og 15.2).
(2) Athafnir einungis leyfðar með samþykki leikmannsins.Kylfuberi má einungis gera eftirfarandi þegar reglurnar leyfa leikmanninum það og eingöngu með samþykki leikmannsins (sem verður að veita samþykki í hvert sinn, ekki nægir almennt samþykki fyrir alla umferðina):
Endurgera aðstæður sem versnuðu eftir að bolti leikmannsins stöðvaðist (regla 8.1d).
Þegar bolti leikmannsins er annars staðar en á flötinni, lyfta bolta leikmannsins samkvæmt reglu sem krefst þess að boltinn sé svo lagður aftur (regla 14.1b).
(3) Athafnir sem eru ekki leyfðar. Kylfubera er ekki heimilt að gera eftirfarandi fyrir leikmanninn:
Gefa mótherjanum næsta högg, holu eða leikinn, eða sammælast með mótherjanum um hver sé staða leiksins (regla 3.2).
Leggja bolta aftur, nema kylfuberinn hafi lyft boltanum eða hreyft hann (regla 14.2b).
Láta bolta falla eða leggja bolta við að taka lausn (regla 14.3).
Ákveða að taka lausn samkvæmt reglu (svo sem að dæma bolta ósláanlegan samkvæmt reglu 19 eða að taka lausn frá óeðlilegum vallaraðstæðum eða vítasvæði samkvæmt reglu 16.1 eða 17). Kylfuberinn má ráðleggja leikmanninum í þessu efni en ákvörðunin verður að vera leikmannsins.
10.3c
Leikmaður er ábyrgur fyrir athöfnum og reglubrotum kylfuberans
Leikmaður er ábyrgur fyrir athöfnum kylfubera síns, bæði á meðan umferðin er leikin og á meðan leikur hefur verið stöðvaður samkvæmt reglu 5.7a, en ekki fyrir eða eftir umferðina.Ef tiltekin athöfn kylfuberans felur í sér reglubrot eða fæli í sér reglubrot ef leikmaðurinn framkvæmdi hana fær leikmaðurinn víti samkvæmt viðeigandi reglu.Þegar beiting reglu veltur á því hvort leikmaðurinn viti tilteknar staðreyndir er litið svo á að vitneskja leikmannsins feli einnig í sér það sem kylfuberi hans veit.
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...