Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra kosta, oftast gegn einu vítahöggi, til að losna úr erfiðum aðstæðum hvar sem er á vellinum (nema innan vítasvæðis).
19
Ósláanlegur bolti
19.1
Leikmaður má taka ósláanlega lausn hvar sem er, nema innan vítasvæðis
Einungis leikmaðurinn getur ákveðið að dæma bolta sinn ósláanlegan, með því að taka lausn gegn víti samkvæmt reglu 19.2 eða 19.3.Lausn vegna ósláanlegs bolta er leyfð hvar sem er á vellinumnema innan vítasvæðis.Ef bolti er ósláanlegur innan vítasvæðis er lausn gegn víti samkvæmt reglu 17 eini lausnarmöguleiki leikmannsins.
19.2
Lausnarmöguleikar vegna ósláanlegs bolta á almenna svæðinu eða á flötinni
Leikmaður má taka lausn vegna ósláanlegs bolta samkvæmt einum þriggja kosta í reglu 19.2a, b eða c, alltaf gegn einu vítahöggi.
Leikmaðurinn má taka fjarlægðarlausn samkvæmt reglu 19.2a, jafnvel þótt upphaflegi boltinn hafi ekki fundist eða sé ekki þekktur.
Hins vegar, til að taka aftur-á-línu-lausn samkvæmt reglu 19.2b eða hliðarlausn samkvæmt reglu 19.2c verður leikmaðurinn að vita staðsetningu upphaflega boltans.
19.2a
Fjarlægðarlausn
Leikmaðurinn má leika upphaflega boltanum eða öðrum bolta frá staðnum þar sem síðasta högg var slegið (sjá reglu 14.6).
19.2b
Aftur-á-línu lausn
Leikmaðurinn má láta upphaflega boltann eða annan bolta falla (sjá reglu 14.3) aftan við staðsetningu upphaflega boltans, þannig að sú staðsetning upphaflega boltans sé á milli holunnar og staðarins þar sem boltinn er látinn falla (án takmarkana á hversu langt aftur á bak boltinn er látinn falla). Staðurinn sem boltinn snertir fyrst á jörðinni þegar hann er látinn falla ákvarðar lausnarsvæði sem er ein kylfulengd í allar áttir, en með þessum takmörkum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Það má ekki vera nær holunni en staðsetning upphaflega boltans, og
Það má vera á hvaða svæði vallarins sem er, en
Verður að vera á sama svæði vallarins og boltinn snerti fyrst þegar hann var látinn falla.
19.2c
Hliðarlausn
Leikmaðurinn má láta upphaflega boltann eða annan bolta falla á þessu hliðarlausnarsvæði (sjá reglu 14.3):
Viðmiðunarstaður: Staðsetning upphaflega boltans. En ef boltinn liggur ofan við jörðina, svo sem í tré, er viðmiðunarstaðurinn á jörðinni, beint undir boltanum.
Stærð lausnarsvæðisins, mæld frá viðmiðunarstað: Tvær kylfulengdir, þó með eftirfarandi takmörkunum:
Takmarkanir á staðsetningu lausnarsvæðisins:
Það má ekki vera nær holunni en viðmiðunarstaðurinn, og
Það má vera á hvaða svæði vallarins sem er, en
Ef fleiri en eitt svæði vallarins eru innan tveggja kylfulengda frá viðmiðunarstaðnum verður boltinn að stöðvast á lausnarsvæðinu á sama svæði vallarins og boltinn snerti fyrst þegar hann var látinn falla á lausnarsvæðinu.
Sjá reglu 25.4m(reglu 19.2c er breytt fyrir leikmenn sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum, þannig að hliðar lausnarsvæðið er stækkað í fjórar kylfulengdir).Víti fyrir að leika bolta frá röngum stað, andstætt reglu 19.2: Almennt vítisamkvæmt reglu 14.7a.
Mynd 19.2: LAUSNARMÖGULEIKAR VEGNA ÓSLÁANLEGS BOLTA Á ALMENNA SVÆÐINU
Leikmaður ákveður að bolti hans sé ósláanlegur í runnanum. Leikmaðurinn hefur þrjá kosti, hvern gegn einu vítahöggi. Leikmaðurinn má:
Taka fjarlægðarlausn með því að leika bolta frá lausnarsvæði sem ræðst af því hvar síðasta högg var slegið.
Taka aftur á línu lausn með því að láta bolta falla á stað fyrir aftan staðinn sem upphaflegi boltinn er á, með því að hafa stað upphaflega boltans í línu milli holunnar og þar sem boltinn er látinn falla.
Taka hliðarlausn. Viðmiðunarstaðurinn fyrir hliðarlausn er staðurinn sem upphaflegi boltinn er á og verður að láta bolta falla á og leika frá lausnarsvæði innan tveggja kylfulengda frá viðmiðunarstað, ekki nær holu en viðmiðunarstaðurinn.
19.3
Lausnarmöguleikar vegna ósláanlegs bolta í glompu
19.3a
Venjulegir lausnarmöguleikar (eitt vítahögg)
Þegar bolti leikmanns er í glompu:
Má leikmaðurinn taka lausn vegna ósláanlegs bolta gegn einu vítahöggi samkvæmt einhverjum þeirra kosta sem fram koma í reglu 19.2, nema að:
Boltann þarf að láta falla og hann þarf að stöðvast innan glompunnar, ef leikmaðurinn tekur aftur-á-línu lausn (sjá reglu 19.2b) eða hliðarlausn (sjá reglu 19.2c).
Mynd 19.3: LAUSNARMÖGULEIKAR VEGNA ÓSLÁANLEGS BOLTA Í GLOMPU
Leikmaður ákveður að bolti sinn í glompu sé ósláanlegur. Leikmaurinn hefur fjóra kosti:
Leikmaðurinn má taka fjarlægðarlausn, gegn einu vítahöggi.
Leikmaðurinn má taka aftur-á-línu lausn innan glompunnar, gegn einu vítahöggi.
Leikmaðurinn má taka hliðarlausn innan glompunnar, gegn einu vítahöggi.
Gegn samtals tveimur vítahöggum, má leikmaðurinn taka aftur-á-línu-lausn utan glompunnar.
19.3b
Viðbótar lausnarmöguleiki (tvö vítahögg)
Þessu til viðbótar, þegar bolti leikmanns er í glompu, má leikmaðurinn, gegn samtals tveimur vítahöggum, taka aftur-á-línu-lausn utan glompunnar samkvæmt reglu 19.2b.Sjáreglu 25.4n(vítið fyrir viðbótar aftur-á-línu lausnina í reglu 19.3b er minnkað í eitt vítahögg fyrir leikmenn sem nota hreyfihjálpartæki á hjólum).Víti fyrir að leika bolta fráröngum stað, andstætt reglu 19.3:Almennt vítisamkvæmtreglu 14.7a..
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...