Tilgangur reglu: Regla 3 spannar þrjú grunnatriði allra golfkeppna:
Keppt er í holukeppni eða í höggleik,
Ýmist er leikið í einstaklingskeppni eða með samherja í liði, og
Ýmist er fært brúttóskor (engum forgjafarhöggum er beitt) eða nettóskor (þar sem forgjafarhöggum er beitt).
3
Keppnin
3.1
Grunnatriði allra golfkeppna
3.1a
Leikform: Holukeppni eða höggleikur
(1) Holukeppni eða venjulegur höggleikur. Þessi tvö leikform eru mjög ólík:
Í holukeppni (sjá reglu 3.2) keppa leikmaður og mótherji gegn hvor öðrum og vinna, tapa eða jafna holur.
Í venjulegu formi höggleiks (sjá reglu 3.3) keppa allir leikmenn gegn hver öðrum um heildarskor, þ.e. samtals fjölda högga hvers leikmanns (sleginna höggaog vítahögga) til að ljúka hverri holu í öllum umferðum.
Flestar golfreglnanna eiga við um bæði leikformin, en tilteknar reglur eiga aðeins við um annað þeirra.Sjá Verklag nefnda, hluta 6C(11) (leiðbeiningar til nefndarinnar ef hún heldur keppni þar sem leikformin tvö eru sameinuð í einni umferð).(2) Önnur form höggleiks.Regla 21 fjallar um önnur form höggleiks (Stableford, hámarksskor og par/skolla) þar sem ólíkar aðferðir eru notaðar við að ákvarða skor. Reglur 1-20 eiga við í þessum leikformum, en með þeim frávikum sem fram koma í reglu 21.
3.1b
Hvernig leikmenn keppa: Leikið sem einstaklingar eða samherjar
Golf er leikið annaðhvort af stökum leikmönnum sem keppa sem einstaklingar eða af samherjum sem keppa saman í liði.Þótt reglur 1-20 og regla 25 leggi áherslu á einstaklingskeppni eiga þær einnig við:
Í keppnum þar sem samherjar koma við sögu (fjórmenningur og fjórleikur), með þeim frávikum sem fram koma í reglum 22 og 23, og
Í sveitakeppnum, með frávikum sem lýst er í reglu 24.
3.1c
Hvernig leikmenn skora: Brúttóskor eða nettóskor
(1) Keppnir án forgjafar. Í keppnum án forgjafar:
Er „brúttóskor“ leikmanns á holu eða í umferð samtals fjöldi högga hans (þ.e. sleginna högga og vítahögga).
Er forgjöf leikmannsins ekki notuð.
(2) Forgjafarkeppnir. Í keppnum með forgjöf:
Er „nettóskor“ leikmanns á holu eða í umferð brúttóskorið, leiðrétt með forgjafarhöggum leikmannsins.
Tilgangurinn með þessu er að leikmenn á ólíkum getustigum geti keppt á sanngjarnan hátt.
3.2
Holukeppni
Tilgangur reglu: Sérstakar reglur gilda um holukeppni (einkum um gjafir og að veita upplýsingar um fjölda högga) því leikmaðurinn og mótherji hans:
Keppa eingöngu gegn hvor öðrum á hverri holu,
Geta fylgst með leik hvor annars, og
Geta gætt eigin hagsmuna.
3.2a
Úrslit holu og leiks
(1) Að vinna holu. Leikmaður vinnur holu þegar:
Hann lýkur holunni í færri höggum (þ.e. slegnum höggum og vítahöggum) en mótherjinn,
Mótherjinn gefur holuna, eða
Mótherjinn hlýtur almenna vítið (holutap).
Ef bolti mótherjans er á hreyfingu og þarf að fara í holu til að jafna holuna og boltinn er vísvitandi sveigður úr leið eða stöðvaður af einhverjum þegar engar raunhæfar líkur eru lengur á að boltinn fari í holu (t.d. þegar boltinn hefur rúllað fram hjá holunni og mun ekki rúlla til baka) eru úrslit holunnar ráðin og leikmaðurinn vinnur holuna (sjá undantekningu við reglu 11.2a).(2) Að jafna holu. Hola er jöfn (einnig lýst sem að hola „falli“) þegar:
Leikmaðurinn og mótherjinn ljúka holunni á sama fjölda högga (þ.e. fjölda sleginna högga og vítahögga), eða
Leikmaðurinn og mótherjinn komast að samkomulagi um að holan sé jöfn (en það má ekki fyrr en að minnsta kosti annar leikmaðurinn hefur slegið högg til að hefja leik á holunni).
(3) Að vinna leik. Leikmaður vinnur leik þegar:
Leikmaðurinn leiðir mótherjann með fleiri holum en eftir er að leika,
Mótherjinn gefur leikinn, eða
Mótherjinn hlýtur frávísun.
(4) Jafn leikur framlengdur. Ef leikur er jafn eftir lokaholuna:
Er leikurinn framlengdur um eina holu í einu þar til annar leikmaðurinn sigrar. Sjá reglu 5.1 (framlengdur leikur er framhald sömu umferðar, ekki ný umferð).
Holurnar eru leiknar í sömu röð og í umferðinni, nema nefndin ákveði aðra röð.
Þó geta keppnisskilmálar kveðið á um að leiknum skuli ljúka með jafntefli, í stað þess að vera framlengdur.(5) Hvenær úrslit eru endanleg. Úrslit leiks teljast endanleg á þann hátt sem nefndin tilgreinir (og koma ætti fram í keppnisskilmálunum), svo sem
Þegar úrslitin er skráð á opinbera skortöflu eða á annan tilgreindan hátt, eða
Þegar úrslitin eru tilkynnt til einstaklings sem tilnefndur hefur verið af nefndinni.
Sjá Verklag nefnda, hluta 5A(7) (ráðleggingar um hvernig úrslit leiks verða endanleg).
3.2b
Gjafir
(1) Leikmaður má gefa högg, holu eða leik. Leikmaður má gefa mótherja sínum næsta högg hans, holu eða leikinn:
Að gefa næsta högg. Þetta má gera hvenær sem er áður en mótherjinn slær næsta högg.
Mótherjinn hefur þá lokið holunni á skori sem innifelur gefna höggið og hver sem er má fjarlægja boltann.
Högg sem er gefið á meðan bolti mótherjans er á hreyfingu eftir síðasta högg hans á við um næsta höggmótherjanss , nema boltinn hafni í holu (og þá skiptir gjöfin ekki máli).
Leikmaðurinn má gefa næsta höggmótherjans með því að sveigja bolta mótherjans úr leið eða stöðva boltann, því aðeins að það sé beinlínis gert til að gefa næsta högg mótherjans og þegar engar raunhæfar líkur eru á að boltinn geti stöðvast í holu.
Að gefa holu. Þetta má gera hvenær sem er áður en leik um holuna er lokið (sjá reglu 6.5), þar á meðal áður en leikmenn hefja leik á holunni. Hins vegar mega leikmaður og mótherji hans ekki komast að samkomulagi um að gefa hvor öðrum holur í þeim tilgangi að stytta leikinn. Geri þeir það, vitandi að slíkt er óleyfilegt, hljóta þeir frávísun.
Að gefa leik. Þetta má gera hvenær sem er áður en úrslit leiksins eru ráðin (sjá reglur 3.2a(3) og (4)), þar á meðal áður en leikurinn hefst.
(2) Hvernig er gefið. Gjöf er því aðeins gild að henni sé komið skýrt á framfæri:
Það getur gerst munnlega eða með athöfnum sem sýna ljóslega þá ætlun leikmannsins að gefa höggið, holuna eða leikinn (t.d. með bendingu).
Ef mótherjinn lyftir bolta sínum, og brýtur þar með reglu, vegna eðlilegs misskilnings um að orð eða athafnir leikmannsins hafi falið í sér gjöf næsta höggs, holunnar eða leiksins, er það vítalaust og leggja verður boltann aftur á upphaflegan stað (sem þarf að áætla ef hann er óþekktur) (sjá reglu 14.2). Gjöf er endanleg og ekki má hafna henni eða draga hana til baka.
3.2c
Beiting forgjafar í holukeppni með forgjöf
(1) Að tilkynna forgjöf. Leikmaðurinn og mótherjinn ættu að upplýsa hvor annan um forgjöf sína áður en leikurinn hefst.Ef leikmaður tilkynnir ranga forgjöf fyrir leik eða meðan á leik stendur og leiðréttir það ekki áður en mótherjinn slær næsta högg sitt:
Tilkynnt forgjöf of há. Leikmaðurinn hlýtur frávísun ef þetta hefur áhrif á fjölda högga sem leikmaðurinn gefur eða þiggur. Hafi þetta ekki slík áhrif er það vítalaust.
Tilkynnt forgjöf of lág. Það er vítalaust og leikmaðurinn verður að nota lágu forgjöfina til að reikna fjölda högga sem hann gefur eða þiggur.
(2) Holur þar sem forgjafarhöggum er beitt.
Forgjafarhögg eru gefin á holum og lægra nettóskor vinnur holuna.
Ef jafn leikur er framlengdur eru forgjafarhögg gefin á holum á sama hátt og í umferðinni (nema nefndin ákveði annað).
Hver leikmaður er ábyrgur fyrir að vita á hvaða holum hann skuli gefa eða þiggja forgjafarhögg, byggt á forgjafarröð hola, sem ákveðin hefur verið af nefndinni (röðina má oftast sjá á skorkortinu).Ef leikmennirnir beita forgjöf á rangan hátt á holu fyrir mistök standa úrslit holunnar óbreytt, nema þeir leiðrétti mistökin í tíma (sjá reglu 3.2d(3)).
3.2d
Ábyrgð leikmanns og mótherja
(1) Að upplýsa mótherja um höggafjölda. Mótherjinn má hvenær sem er, á meðan hola er leikin eða eftir að holu lýkur, spyrja leikmanninn um höggafjölda hans á holunni (þ.e. slegin högg og vítahögg).Þetta gefur mótherjanum færi á að ákveða hvernig hann vilji slá næsta högg sitt og leika það sem eftir er holunnar, eða að staðfesta úrslit holunnar sem var að ljúkja.Þegar leikmaðurinn er spurður um höggafjölda, eða þegar hann upplýsir um höggafjölda án þess að vera spurður:
Verður leikmaðurinn að gefa upp réttan höggafjölda.
Leikmaður sem svarar ekki spurningu mótherjans um höggafjölda telst hafa tilgreint rangan höggafjölda.
Leikmaðurinn fær almenna vítið(holutap) ef hann tilgreinir mótherja um rangan höggafjölda, nema hann leiðrétti það í tíma:
Rangur höggafjöldi tilgreindur á meðan hola er leikin. Leikmaðurinn verður að gefa upp réttan höggafjölda áður en mótherjinn slær næsta högg sitt eða aðhefst eitthvað sambærilegt (svo sem að gefa leikmanninum næsta högg eða holuna).
Rangur höggafjöldi tilgreindur eftir að leik á holu er lokið. Leikmaðurinn verður að gefa upp réttan höggafjölda:
Áður en annar hvor leikmannanna slær högg til að hefja leik á annarri holu eða aðhefst eitthvað sambærilegt (svo sem að gefa næstu holu eða leikinn), eða,
Á síðustu holu leiksins, áður en úrslit leiksins eru endanleg (sjá reglu 3.2a(5)).
Undantekning – Vítalaust ef engin áhrif á úrslit holu: Ef leikmaðurinn gefur upp rangan höggafjölda eftir að leik á holu er lokið, en það hefur ekki áhrif á skilning mótherjans á hvort holan vannst, tapaðist eða var jöfn, er það vítalaust.(2) Að upplýsa mótherja um víti. Þegar leikmaður bakar sér víti:
Verður leikmaðurinn að upplýsa mótherjann um vítið eins fljótt og hægt er, að teknu tilliti til hversu nærri leikmaðurinn er mótherjanum og annarra kringumstæðna. Ekki er víst að alltaf sé hægt að upplýsa mótherjann um vítið áður en mótherjinn slær næsta högg sitt.
Þessi krafa á einnig við þótt leikmaðurinn viti ekki um vítið (því ætlast er til að leikmenn viti hvenær þeir hafa brotið golfreglu).
Ef leikmaðurinn er gerir það ekki og leiðréttir það ekki áður en mótherjinn slær næsta högg sitt eða aðhefst eitthvað sambærilegt (svo sem að gefa leikmanninum næsta högg eða holuna) fær leikmaðurinnalmenna vítið(holutap).Undantekning – Vítalaust þegar mótherjinn vissi af víti leikmannsins: Ef mótherjinn vissi að leikmaðurinn bakaði sér víti, svo sem þegar hann sér augljóslega að leikmaðurinn tekur lausn gegn víti, er það vítalaust fyrir leikmanninn að hafa ekki sagt mótherjanum frá því.(3) Að vita stöðu leiksins. Ætlast er til af leikmönnunum að þeir viti stöðu leiksins, þ.e. hvort annar þeirra leiðir með tilteknum holufjölda („holur upp“ í leiknum) eða hvort leikurinn er jafn („allt jafnt“).Ef leikmennirnir sammælast fyrir mistök um ranga stöðu leiksins:
Mega þeir leiðrétta stöðuna áður en annar þeirra slær högg til að hefja leik á annarri holu eða, ef um síðustu holuna er að ræða, áður en úrslit leiksins eru endanleg (sjá reglu 3.2a(5)).
Ef staðan er ekki leiðrétt þannig í tíma gildir þessi ranga staða leiksins sem raunveruleg staða hans.
Undantekning – Þegar leikmaður óskar tímanlega eftir úrskurði: Ef leikmaðurinn óskar tímanlega eftir úrskurði (sjá reglu 20.1b) og í ljós kemur að mótherjinn annaðhvort (1) gaf upp rangan höggafjölda eða (2) sagði leikmanninum ekki frá víti, þarf að leiðrétta ranga stöðu leiksins.(4) Að gæta eigin réttinda og hagsmuna. Leikmenn í holukeppni ættu að gæta eigin réttinda og hagsmuna samkvæmt golfreglunum:
Ef leikmaður veit eða heldur að mótherjinn hafi brotið reglu sem leiðir til vítis má leikmaðurinn bregðast við eða líta fram hjá reglubrotinu.
Á hinn bóginn ef leikmaðurinn og mótherjinn koma sér vísvitandi saman um að líta fram hjá reglubroti eða víti sem þeir vita að á við, og hvorugur þeirra hefur byrjað umferðina, hljóta báðir leikmennirnir frávísun samkvæmt reglu 1.3b.
Ef leikmaðurinn og mótherjinn eru ósammála um hvort annar þeirra hafi brotið reglu má hvor þeirra sem er gæta réttinda sinna með því að óska eftir úrskurði samkvæmt reglu 20.1b.
Ef dómari sinnir einum leik alla umferðina er dómarinn ábyrgur fyrir að bregðast við öllum reglubrotum sem hann sér eða er sagt frá (sjá reglu 20.1b(1)).
3.3
Höggleikur
Tilgangur reglu: Um höggleik gilda sérstakar reglur (einkum varðandi skorkort og að leika í holu) því:
Hver leikmaður keppir við alla hina leikmennina í keppninni og
Alla leikmenn í keppninni þarf að meðhöndla á sama hátt samkvæmt reglunum.
Eftir umferðina verða leikmaðurinn og ritarinn (sá sem heldur utan um skor leikmannsins) að staðfesta að skor leikmannsins á hverri holu sé rétt og leikmaðurinn verður að skila skorkortinu til nefndarinnar.
3.3a
Sigurvegari í höggleik
Sigurvegarinn er sá leikmaður sem lýkur öllum umferðum í fæstum höggum (slegnum höggum og vítahöggum).Í keppni með forgjöf merkir þetta lægsta nettó heildarskor.Sjá Verklag nefnda, hluta 5A(6) (í keppnisskilmálum ætti að ákvarða hvernig skorið er úr um jafntefli).
3.3b
Skor í höggleik
Ritarinn heldur utan um skor leikmannsins á skorkorti hans. Ritarinn er annaðhvort tilnefndur af nefndinni eða valinn af leikmanninum á einhvern hátt sem nefndin samþykkir.Leikmaðurinn verður að hafa sama ritara alla umferðina, nema nefndin samþykki breytingu, annaðhvort fyrir fram eða eftir að hún á sér stað.(1) Ábyrgð ritara: Að skrá og staðfesta skor hola á skorkorti. Eftir hverja holu á meðan umferðin er leikin ætti ritarinn að bera fjölda högga á holunni undir leikmanninn (þ.e. slegin högg og vítahögg) og skrá brúttó höggafjöldann á skorkortið.Að lokinni umferðinni
Verður ritarinn að staðfesta skor holanna á skorkortið.
Ef leikmaðurinn hafði fleiri en einn ritara verður hver ritari að staðfesta skor á þeim holum sem hann var ritari, en ef einn ritari sá leikmanninn leika allar holurnar getur sá ritari staðfest skorið á öllum holunum.
Ritari getur neitað að staðfesta skor sem ritarinn telur vera rangt. Í slíkum tilfellum þarf nefndin að fara yfir allar fyrirliggjandi staðreyndir og ákveða skor leikmannsins á holunni. Ef ritarinn neitar að staðfesta það skor getur nefndin staðfest skorið eða samþykkt staðfestingu einhvers annars sem sá athafnir leikmannsins á holunni.Ef ritari, sem jafnframt er leikmaður, staðfestir vísvitandi rangt skor á holu ætti ritarinn að hljóta frávísun samkvæmt reglu 1.2a.
MYND 3.3b: ÁBYRGÐ VARÐANDI SKORKORT Í HÖGGLEIK MEÐ FORGJÖF
(2) Ábyrgð leikmanns: Staðfesta skor á holunum og skila skorkorti. Á meðan umferðin er leikin ætti leikmaðurinn að halda utan um skor sitt á hverri holu.Að lokinni umferðinni
Ætti leikmaðurinn að fara vandlega yfir skor hverrar holu eins og það var skráð af ritaranum og gera út um hugsanleg vafaatriði með nefndinni,
Verður leikmaðurinn að tryggja að ritarinn staðfesti skor holanna á skorkortinu,
Má leikmaðurinn ekki breyta skori sem skráð hefur verið af ritaranum, nema með samþykki ritarans eða leyfi nefndarinnar (en hvorki leikmaðurinn né ritarinn þurfa að staðfesta breytta skorið sérstaklega), og
Verður leikmaðurinn að staðfesta skor holanna á skorkortinu og skila því án tafa til nefndarinnar. Eftir það má leikmaðurinn ekki breyta skorkortinu.
Brjóti leikmaðurinn í bága við einhverja af þessum kröfum reglu 3.3b hlýtur hann frávísun.Undantekning – Vítalaust ef brot orsakast af því að ritari sinnti ekki skyldum sínum: Það er vítalaust ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að brot leikmannsins á reglu 3.3b(2) orsakaðist af því að ritarinn sinnti ekki skyldum sínum (t.d. ef ritarinn heldur á brott með skorkortið eða án þess að staðfesta skorkortið), svo framarlega að þetta gerðist án þess að leikmaðurinn fengi um það ráðið.Sjá Verklag nefnda, hluta 5A(5) (ráðleggingar um hvernig eigi að skilgreina hvenær skorkorti hefur verið skilað).Sjá Verklag nefnda, hluta 8; Fyrirmynd staðarreglu L-1 (vægari refsing fyrir að skila skorkorti án staðfestingar).(3) Rangt skor á holu. Ef leikmaðurinn skilar skorkorti með röngu skori á einhverri holu:
Skor hærra en rétt er. Hærra skorið gildir.
Skor lægra en rétt er eða engu skori skilað . Leikmaðurinn fær frávísun.
Undantekning – Óþekkt víti ekki skráð: Ef skor leikmannsins á einni eða fleiri holum er lægra en rétt er vegna þess að þar vantar eitt eða fleiri vítahögg sem leikmaðurinn vissi ekki, áður en hann skilaði skorkortinu, að hann hafði bakað sér:
Fær leikmaðurinn ekki frávísun.
Þess í stað, ef mistökin koma í ljós áður en keppninni lýkur, mun nefndin endurskoða skor leikmannsins á holunni eða holunum með því að bæta við því vítahöggi eða þeim vítahöggum sem hefðu átt að vera innifalin í skori holunnar eða holanna samkvæmt reglunum.
Þessi undantekning á ekki við:
Þegar óþekkta vítið felst í frávísun, eða
Þegar leikmanninum hafði verið sagt að víti kynni að eiga við eða hann var óviss um hvort víti ætti við og bar það ekki undir nefndina áður en hann skilaði skorkortinu.
(4) Leikmaður ekki ábyrgur fyrir birtingu forgjafar á skorkorti eða að leggja saman skor. Engin krafa er gerð um að forgjöf leikmanns sé sýnd á skorkortinu eða að leikmenn leggi saman skor sín. Skili leikmaður skorkorti þar sem hann hefur gert mistök við skráningu eða beitingu forgjafar, eða þar sem hann hefur gert mistök við samlagningu, er það vítalaust.Eftir að nefndin hefur fengið skorkortið frá leikmanninum við lok umferðarinnar er nefndin ábyrg fyrir að:
Leggja saman skor leikmannsins og
Reikna forgjafarhögg leikmannsins í keppninni og að nota hana til að reikna nettóskor leikmannsins.
Leikmaður verður að ljúka hverri holu í umferð með því að leika í holu. Ef leikmaður leikur ekki í holu á einhverri holu:
Verður leikmaðurinn að leiðrétta mistökin áður en hann slær högg til að hefja leik á annarri holu, eða, ef um síðustu holu umferðarinnar er að ræða, áður en hann skilar skorkortinu.
Ef mistökin eru ekki leiðrétt í tíma fær leikmaðurinnfrávísun.
Sjá reglur 21.1, 21.2 og 21.3 (reglur fyrir önnur form höggleiks(Stableford, hámarksskor og par/skolla) þar sem skor er ákvarðað á annan hátt og leikmaður hlýtur ekki frávísun þótt hann leiki ekki í holu).
Tilgangur reglu Regla 4 nær yfir útbúnaðinn sem leikmenn mega nota þegar umferð er leikin. Vegna þess grundvallaratriðis að golf er krefjandi leikur þ...
Tilgangur reglu: Regla 5 fjallar um hvernig umferð er leikin, svo sem hvar og hvenær leikmaður má æfa sig á vellinum fyrir umferð eða á meðan umferð e...
Tilgangur reglu: Regla 6 fjallar um hvernig leika á holu, svo sem sérstöku ákvæðin um hvernig leikur hefst á holu, kröfuna um að sama bolta sé leikið ...
Tilgangur reglu: Regla 8 lýsir einu grundvallaratriði leiksins: „Leiktu völlinn eins og þú kemur að honum". Þegar bolti leikmannsins stöðvast verður l...
Tilgangur reglu: Regla 10 fjallar um hvernig eigi að undirbúa og slá högg, þar á meðal um ráðleggingu og aðra aðstoð sem leikmaðurinn má þiggja frá öð...
Tilgangur reglu: Regla 11 fjallar um hvað eigi að gera ef bolti leikmannsins er á hreyfingu og hittir einstakling, dýr, útbúnað eða annað á vellinum. ...
Tilgangur reglu: Regla 12 er sérregla fyrir glompur, sem eru sérstaklega útbúin svæði til að reyna á hæfni leikmannsins við að leika bolta úr sandi. T...
Tilgangur reglu: Regla 13 er sérregla um flatir. Flatir eru sérstaklega gerðar til að leika boltanum eftir jörðinni og einnig er flaggstöng í holunni ...
Tilgangur reglu: Regla 14 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má merkja staðsetningu kyrrstæðs bolta, lyfta boltanum og hreinsa hann og hvernig ...
Tilgangur reglu: Regla 16 fjallar um hvenær og hvernig leikmaðurinn má taka lausn án vítis með því að leika bolta frá öðrum stað, svo sem þegar truflu...
Tilgangur reglu: Regla 17 er sérregla fyrir vítasvæði, sem eru vatnasvæði eða önnur svæði skilgreind af nefndinni, þar sem boltar týnast oft eða eru ó...
Tilgangur reglu: Regla 18 fjallar um fjarlægðarlausn gegn víti. Ef bolti er týndur utan vítasvæðis eða stöðvast út af er rofin sú nauðsynlega framvind...
Tilgangur reglu: Í reglu 19 eru útskýrðir þeir möguleikar sem leikmaðurinn hefur varðandi ósláanlegan bolta. Leikmaðurinn getur valið á milli nokkurra...
Tilgangur reglu: Regla 20 fjallar um hvað leikmenn ættu að gera þegar spurningar vakna um reglurnar á meðan umferð er leikin, þar á meðal ferlin (sem ...
Tilgangur reglu: Regla 21 fjallar um fjögur önnur leikform í keppni einstaklinga, þar á meðal þrjú form höggleiks þar sem skor ákvarðast á annan hátt ...
Tilgangur reglu: Regla 22 fjallar um fjórmenning (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem tveir samherjar keppa saman sem lið með...
Tilgangur reglu: Regla 23 fjallar um fjórleik (sem er ýmist leikinn sem holukeppni eða höggleikur), þar sem samherjar keppa sem lið og hvor samherji l...
Tilgangur reglu: Regla 24 fjallar um sveitakeppnir (sem leiknar eru annaðhvort sem holukeppni eða höggleikur), þar sem margir leikmenn eða lið keppa s...
Tilgangur reglu: Í reglu 25 er lýst breytingum á ákveðnum golfreglum til að gefa leikmönnum með tilteknar fatlanir kost á að keppa á jafnréttisgrundve...